Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



The Da Vinci Code
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

The DaVinci Code myndin er eins og allir vita gerð eftir samnefndri metsölubók eftir Dan Brown. Ég fór á frumsýninguna í gær og var mjög spenntur fyrir myndina, hélt að hér væri á ferðinni ein besta mynd ársins, enda Ron Howard leikstjóri verið mjög góður og leikstýrt Óskarverðlaunamyndum eins og A Beautiful Mind(2001), Apollo 13(1995) og einni af mínum uppáhalds myndum Willow(1988). Myndin í gær var bara ekki næstum því eins góð og ég hefði haldið. Hún fjallar náttúrulega um prófessor Langdon(Tom Hanks) og Sophie Nevue(Audrey Tautou) sem hittast inni í Louvre safninu, þegar Langdon er fenginn til að ”hjálpa” við lögreglurannsókn. Myndin fylgir bókinni alltof mikið eftir og engin hliðarskref tekin. Tom Hanks sem á að vera aðalhlutverkið í þessari mynd gerir ekkert í rauninni þangað til á síðustu 20-30min í myndinni og mér fannst hann bara ekki eins solid og hann hefur verið í fyrri myndum sínum. Myndin fylgir söguþráðnum samt alveg ágætlega og svona flashback og þannig er alveg töff og reyndar er myndatakan alveg mjög góð, var mér sagt því augað náði henni ekki alveg því ég kom svo seint að ég þurfti að sitja á fremsta bekk, en málið er bara það að hún er svo langt frá því að vera eins spennandi og bókin. Þótt þú hafir ekki lesið bókina þá lestu eiginlega alveg í gegnum þetta og finnst þetta ekki það spennandi. Drama er ekki mikið eða allaveganna ekki gott í myndinni, svo þetta er ekki dramamynd og ekki spennumynd, alls ekki grínmynd, svo þetta er eiginlega bara mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei