Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Eragon
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég bjóst ekki við að Jeremy Irons og John Malkovich tækju þátt í eins viðbjóðslegri mynd og þessari. Ég er mikill aðdáandi bókanna og þetta er EKKI sama sagan. Það á að gefa veiðileyfi á þá sem völdu í hlutverk myndarinnar og tónlistinna.

Ég hef ekki nennt að kynna mér nóg um staff myndarinnar en leikstjórinn hefur EKKERT að gera í kvikmyndagerð og ætti að skammast sín. Þessi mynd er í heildina hörmuleg og peningasóun að fara á hana í bíó. En maður verður líklegast að sjá hana til að trúa því hvernig hægt er að klúðra eins frábærri sögu og þessari svona illa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
V for Vendetta
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég gerði miklar væntingar til þessarar ræmu og varð hreint út sagt fyrir vonbrigðum, hún var hæg og leiðinleg, ég lá við að sofna á henni í bíó svo rankaði við sér þegar maður sá smá action bregða fyrir en hún endist svo ekki í meira en eitt stutt matrix atriði, sem var þó nokkuð gott, myndin er þó full af flottum atriðum og vel leikin, hún er þó EKKERT í samanburði við 4stjörnu mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Descent
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Svona á að bregða manni! vá! Ég verð að játa að ég hef ALDREI orðið jafn hræddur við að horfa á kvikmynd. A.T.H getur haft áhrif á geðheilsu fólks með innilokunarkennd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Transporter 2
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ef þú ætlar að fara á þessa kvikmynd í bíó til þess að dæma hana er það tímasóun því hún gæti reynst auðveld bráð.

En fyrir þá sem fýla Jason Statham þá er þetta frábært skemmtun, mjög flott atriði og það vantar svo sannarlega ekki húmorinn í þessa mynd.

Ég skemmti mér konunglega á henni og þú ættir að gera það líka.


Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Exorcism of Emily Rose
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

The Exorcism of Emily Rose er þó nokkuð góð mynd fyrir lítil guðhrædd hjörtu en hún heillaði mig ekki. Hún er góð að því leiti að hún er svo raunhæf og trúverðug, það er ekkert í myndinni sem beint sannar að Emily hafi ekki verið geðveik.

Jennifer Carpenter sýndi að vísu frábæran leik í Hlutverki Emily Rose og var hún einnig mjög trúverðug sem andsetin.

En það einfaldlega vantar eitthvað í þessa kvikmynd.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Saw II
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég bjóst ekki við miklu af þessu framhaldi af Saw sem er þó nokkuð góð miðað við hrollvekju. Þessi mynd býr til skemmtilega óþæginegt andrúmsloft sem hún á að sjálfsögðu að gera og ég allavega, sat í fósturstellingu frá byrjun til enda. Þú ferð á þessa mynd til að fá ákveðið kick og þessi mynd uppfyllir það 100%. Leikurinn fer framar björtustu vonum og er trúverðugur. Mér fannst myndin pínulítið í anda Seven, eða andrúmsloftið minnti mig mikið á hana.

Einstaklega vel heppnuð kvikmynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei