Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Batman and Robin
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Tvímælalaust versta kvikmynd kvikmyndasögunnar. Til að gera langa sögu mjög stutta: 1) ein hallærislegasta sviðsmynd og búningar sem undirritaður hefur augum litið, 2) söguþráðurinn svo fáránlegur að handritshöfundarnir eru annaðhvort 8 ára eða algerlega sneyddir heilbrigðri skynsemi, 3) Chris O´Donnell, sem er með lélegri leikurum, nær að toppa sjálfan sig í leiðindum með túlkun sinni á Robin, 4) glataðar töff-frasar sem eru skrifaðir fyrir Arnold Schwarzenegger (Dr. Freeze) fá mann til að gráta (eða hlæja, fer eftir með hvaða hugarfari er farið á myndina). Sem sagt, ekki eyða 90 mínútum af ævi ykkar í þetta helvíti, það litla heillandi við Batman hvarf þegar leikstjóri fyrstu tveggja myndanna, Tim Burton, hvarf á braut.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei