Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Save the Last Dance
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er mjög fín mynd. Ég myndi segja að þetta væri frekar dramatísk mynd þó að húmorinn vanti ekki. Í stuttu máli fjallar hún um stelpu sem hafði lengi stundað ballett, en missti áhugan eftir lát mömmu sinnar. Hún flyst til pabba síns, inn á heimili hans þar sem snyrtiaðstaðan er í lægsta stigi. Hún fer í nýjan skóla þar sem eru aðeins eru svertingjar og nær að aðlagast honum. Hún byrjar að dansa aftur og kemst yfir sorgina sem fylgdi dauða móður hennar. Mér finnst þetta vera mjög fín mynd og mæli eindregið með henni, þó meira fyrir yngri kynslóðina. Ég gef henni 3 1/2 stjörnu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Life is Beautiful
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er frábær mynd allveg út í gegn. Hún fjallar um gyðing á tímum nasista sem nær að fela son syn í nasistabúðum. Faðirinn kemur því fyrir að sonurinn getur litið til baka til æskuára sinna með góðum minningum, jafnvel þótt að hann hafi lifað við hinar bagalegustu aðstæður sem komið hafa upp í mannkyninu til þessa. Þetta er frábær mynd og ef þú vilt sjá mynd sem skilur eitthvað eftir er þessi allveg tilvalin. Ég hika ekki við að gefa henni 4 stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei