Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



The Longest Yard
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Já ég fór á þessa mynd síðastliðinn föstudag, ekki með neinar stórar væntingar frá Adam Sandler. En já myndin byrjaði og þar komu inn nokkrar góðar senur og eins og áður sagði stefndi allt í góða mynd. Mér fannst hún halda áfram skemmtileika sínum en já það hefði vel mátt stytta hana kannski aðeins þarna allt sem fór fram í fangelsinu þó svo það hafði mörg góð atriði að geyma. Adam Sandler brást mér ekki í þessari mynd ef ég á að vera fullkomnlega hreinskilinn en ég sá hinsvegar aldrei myndina með Burt Reynolds, þannig kannski þetta hafa bara verið nýtt fyrir mig. Mér finnst hún alls ekki vera lík Waterboy þó svo þar var myndin einning um ruðning. Ég gef myndinni þrjár stjörnur af fjórum mögulegum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Without a Paddle
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég verð að segja að ég fór ekki með miklar væntingar á þessa mynd. Áleit þetta svona typical trip mynd, og ætlaði í raun ekki að sjá hana, fyrr en vinur minn bað mig. Já, og ég fór á hana, og sé alls ekki eftir því. Þetta er hin besta mynd, þar sem húmorinn er í hámarki. Mér fannst þetta mjög skemmtileg mynd, allavega í top 5 listann hjá mér. Ég mæli með henni fyrir alla þá sem hafa áhuga á grínmyndum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei