Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Dracula: Dead and Loving It
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég fór á hana í London '96, borgaði 8 og hálft pund fyrir miðan og bauð systir minni með þannig að myndin kostaði mig 17 pund sem eru c.a. 1800 krónur. ÉG SÉ ENN EFTIR PENINGNUM. Þessi mynd er hræðileg í alla staði. Það liggur við að hún skuldi stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Blair Witch Project
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Gífurleg vonbrigði lýsa þessari mynd best. Ég hafði kannski gert mér of miklar vonir enda er búin að vera gífurleg markaðssetning í kringum þessa mynd. Myndin fer rólega af stað og fyrir hlé gerist nákvæmlega ekki neitt. Fór maður þá að búa sig undir æsilegan seinni hluta, enda myndinni verið lýst sem mögnuðustu hrollvekju seinni tíma. Eftir hlé var nákvæmlega sami söguþráðurinn í myndinni, krakkarnir ráfuðu um skóginn á daginn og öskruðu í myrkrinu á nóttunni og það átti að vera voða æsandi. Endirinn er líka sér kapítuli, en eftir á að hyggja var hann þó sterkasti punktur myndarinnar, auðvitað hlaut hún að enda svona. Ég ætla ekki að segja frá honum hér ef ske kynni að einhver sem les þetta er ekki búinn að sjá myndina. Þessa einu stjörnu mína ætla ég að gefa fyrir endirinn á myndinni, en ef þið viljið fara góða hrollvekju eða spennumynd mæli ég með adrenalín myndinni Sjötta skilningavitið með Bruce Willis.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Mars Attacks!
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Frábær gamanmynd, með frábærum leikurum. Sá leikari sem stelur senunni er söngvarinn Tom Jones sem leikur algjöra hetju frá Las Vegas. Ráðlegg öllum sem ekki hafa séð hana að taka hana á leigu, þið sjáið ekki eftir því.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei