Gagnrýni eftir:
Honey0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Honey er bráð skemmtileg dansmynd og er tilvalin fyrir alla sem hafa gaman af dansi. Jessica Alba leikur aðalhlutverkið,Honey Daniels sem er barþjónn, vinnur í plötubúð og hún kennir líka hipp-hopp dans. Honey dreymir um að verða frægur dansari og eitt kvöldið þegar hún er að dansa á skemmtistaðnum sem hún er að vinna á er strákur sem vinnur hjá frægum manni, Micael Ellis sem vinnur við að gera tónlistarmyndbönd hjá frægum söngvurum.Hann býður Honey vinnu hjá sér og hún dansar í nokkrum myndböndum hjá frægum söngvurum. Síðan þegar Micael Ellis bíður henni í veislu þá reynir hann við hana og hún neitar honum þá rekur hann hana og ræður mesta óvin hennar, Katrinu. Micael lætur hana á svartan lista hjá öllum dansstúdíóum og hún fær hvergi vinnu sem dansari. Ég ætla ekki að segja frá afgangnum svo að eitthvað verði skemmtilegt við að sjá myndina. Ég mæli með Honey.

