Gagnrýni eftir:
The Chronicles of Riddick0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Persónulega, kom þessi mynd mér meira á óvart en ég bjóst við. Hún var ekki eins slæm og ég hélt.
Þið sem ekki hafið séð myndina og viljið láta hana koma ykkur á óvart, ekki lesa lengra.
Myndin hefst á stuttri kynningu á vondu körlunum. Þeir eru svo kallaðir necromancerar sem eru á krossferð um geiminn til að dreifa trú sinni og skilja eftir sig slóð af dauðum plánetum. Þeim sem ekki verður snúið, eru drepnir. Það sem mér líkar betur við þessa mynd er að óvinurinn er mennskur, ekki einhver Alien stæling eins og í Pitch Black. Þó voru aðal-endakallarnir ef mér leyfist að tala einsog maður gerði hér í denn yfir megaman í nintendo, gæddir ýmsum kröftum. Til að mynda var aðal leiðtogi þessarra sértrúarsöfnuðs með þá hæfileika að geta hreyft sig ofurhratt og að geta slitið sál fólks frá líkama þess. Fínir óvinir, bæði hafa þeir sína veikleika og kosti. Þó mætti kynningin á þeim vera aðeins dýpri, maður fær aldrei að sjá neitt meira um hvernig þeir öðluðust allan þennan kraft, aðeins gefin stutt útskýring.
Riddick sjálfur snýr aftur enn magnaðari og ýktari en áður fyrr. En er það svosem ekki í takt við hetjur kvikmynda?
Aðal innihald myndarinnar er leit Riddick's af Jack, stelpunni úr fyrri myndinni. Þegar það tekst, snýr hann sér loks að óvininum og afgreiðir með stæl.
Eins og ég tók fram hér að ofan þótti mér myndin ekki slæm en hún hefur þó sína vankanta. Til dæmis var ég mjög ósáttur við sum bardagaatriðin sem virkuðu hraðspóluð. Þá sá maður greinilega að högginn hittu ekki þegar þau áttu að gera það, sem má aldrei gerast í bíómynd, skemmir atriðið. Einnig vantaði upp á frumleikann, óvinurinn var vel gerður en illi sértrúarsöfnuðurinn hljómar eins og tyggjóklessa. Og toppurinn á þessu öllu var dæmigerði hollywood-endirinn sem bendir til þess að það komi framhald.. Sjaldan ánægjulegt að sjá þannig enda nú til dags, alltaf allt blóðmjólkað og eyðilagt með endalausum framhöldum í stað þess að leyfa myndunum að setja mark sitt á kvikmyndasöguna án áhrifa frá framhaldsmyndum.
p.s. Ég var samt ánægður með það hversu litlu var ljóstrað upp um Riddisk, gaman að hafa dularfulla hetju.

