Gagnrýni eftir:
Batman and Robin0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
LOL, að þið skilduð hafa eitt svona löngum tíma í að skrifa um þessa mynd! Ef þið viljið sjá batman mynd skulið þið leigja eina gamla, þetta er bara járnbrautarslys og ekkert annað. Bottom line: lélegur söguþráður, óraunveruleg mynd (frysta heila borg, common!!!) og volah. eftir stendur Batman & Robin.
Equilibrium0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þessi mynd hefur verið lýst sem einskonar matrix eftirherma í sumum tilvikum en það sem gerir hana sérstaka er að mun færri tæknibrellur eru notaðar. Allir bardagar eru nánast gallalausir og hafa greinilega verið vel hugsaðir því hvergi sést svona ljótt tölvuvesen (eins og í Dare Devil) nema í einstökum tilvikum og því gef ég henni þrjár og hálfa stjörnu. Sumir kaflar geta verið langdregnir en bardagaatriðin bæta það vel upp. Annars fjallar myndin um líf Klerks og baráttu hans við uppreisnarmenn þangað til að hann fer að sjá raunverulega hlið á málunum. Uppreisnarmennirnir berjast við að halda lífi og að lifa með tilfinningum en ríkistjórnin kýs fremur röð og reglu og vill því útrýma öllum tilfinningum og þeim sem hafa þær. Klerkurinn er fljótt mitt á milli og brjótast því út miklir bardagar....
PS. Það mun enginn Matrix fan vilja missa af þessari mynd.
The Transporter0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Hörkugóð mynd, er með fín spennuatriði og slagsmál. En þrátt fyrir að söguþráðurinn var fremur skrítinn angraði það mig ekkert því ég var heltekinn af spennu sem fylgdi með. Slagsmálaatriðin eru algjör snilld og bílaeltingaleikirnir eru einnig mjög góðir svo ég gef myndinni 3 stjörnur. Ef myndin hefði borið með sér aðeins meiri hugsun á bak við sig (verið raunverulegri) hefði hún fengið mun betri einkunn. Samt sem áður inniheldur hún engin sjáanleg tölvugerð atriði (ég tók nú ekki eftir neinu) og er hún því enn betri að mínu mati. Hún hefur svona Hollywood stíl yfir sér. Fín mynd, góð afþreying.

