Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Paycheck
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Paycheck er annað meistarvek snillingsins jhon who. Ben afflek er að vísu ekki upp á sitt besta en í heildina er þetta mjög sanfærandi leikur. Snilldar tónlist og húmorinn er lagi :). söguþráðurinn er klassískur og umah thurmaner upp á sitt besta. Reyndar eru aukaleikararnir að reyna að vera aðalhlutvrkið og tekst það vel. bardagaatriðinn eru rosalega vel uppfærð og útsmoginn. klippinginn er eins góð og hún gerist og mjög útsmoginn. Þessi mynd hentar öllum aldurshópum en er ekki við hæfi ungra barna. Ég mæli eindregið með þessari mynd og það má ekki missa af henni.


egill karlsson
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Dumb and Dumberer: When Harry Met Lloyd
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þegar ég fór á myndina í bíó vissi ég ekki hverju ég ætti að búast við. Sumir segja að hún væri geðveikt fyndin og aðrir sögðu að þetta væri misheppnuð tilraun til að gera framhaldsmynd. Ég verð að segja að ég varð fyrir frekar miklum vonbrigðum, þótt að ég bjóst ekki við neinu meistaraverki. Það er frekar innantómur söguþráður í henni, en að mínu mati standa leikararnir sig ágætlega, þeir takast ágætlega að vera heimskir eins og sögupersónurnar(þó sérstaklega hann sem leikur Loyd Christmas). Ég verð samt að viðurkenna að það voru nokkur atriði sem voru fyndin svo ég gef henni eina og hálfa stjörnu fyrir það. Mér fannt þessi mynd bara í meðallagi en ekki nærri því jafn góð og fyrri myndin.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Gladiator
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég verð að segja að Russel Crowe túlkar persósu Maximus mjög vel, enda er þetta leikari í heimsklassa. Þessi hugmynd af mynd er frekar frumleg, sér í lagi af því að hún gerist fyrir mörgum öldum. Klippingin er mjög góð enda skapar hún mjög dramatískt andrúmsloft og góða spennu. Boðskapur Gladiators er að mínu mati sá að ef maður er góður í skylmingum getur maður barist alla leið á toppinn.

Gladiator er mjög vel gerð og umhverfið allstaðar í kring er mjög raunverulegt. Já, ef þið eruð ekki búin að sjá Gladiator myndi ég sjá hana sem fyrst.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Kangaroo Jack
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég verð að segja að þegar ég fór á hana um daginn hélt ég að þetta væri bara mynd í meðallagi. En þetta er bráðskemmtileg mynd með fjörugum atriðum og ágætissöguþræði(þótt að hann sé frekar algengur, tveir klaufar að eltast við pening sem þeir töpuðu á ótrúlegan hátt, sem þeir áttu að láta mafíuna fá). Í Kangaroo Jack leika tveir ótrúlega fyndnir leikarar, Anthony Andersson og Cristopher Walken.

Svo er annað atriði, að Kengúran talar ekki, eins og allir halda sem hafa ekki séð myndina. Þetta er hin skemmtilegasta afþreying og mæli með að fólk skelli sér á þessa mynd(sýnd í Kringlubíó og Álfabakka).
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei