Gagnrýni eftir:
One Hour Photo0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Vá! Þessi mynd var hreint út sagt frábær.
Ég komst að því í þessari mynd að Robert Williams getur leikið allt. Myndin fjallar um starfsmann hjá framköllunarþjónustu sem verður hugfanginn af fjölskyldu sem framkallar allar myndir hjá honum.
Myndin er virkilega spennandi og ég stóð ekki upp meðan á henni stóð. Robert Williams stendur sig frábærlega og er öll umgjörð myndarinnar mjög flott.
Ef þú ert að leita að alvöru sækó-þriller kíktu á þessa, ég mæli endregið með henni.
Bowling for Columbine0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Bowling For Columbine er áhugaverð mynd sem ég mæli með að sem flestir fari að sjá. Myndin tekur á atriðum sem skipta miklu máli úti í Bandaríkjunum og í rauninni í heiminum öllum. Af hverju eru Bandaríkjamenn eins og þeir eru?
Spurt er af hverju Bandaríkjamenn virðast oftar reyna að leysa málið með vopnum, bæði innanlands, og þá er bennt á hinn gríðarlega fjölda morða sem framin eru í Bandaríkjunum [með byssum] á hvert og fyrir utan landssteinana en þá er talað um allan þann fjölda landa sem Bandaríkin hafa lagt í rúst eða átt hluta í að leggja í rúst eða hafa áhrif á þróun.
Bowling For Columbine hlaut Óskarinn sem besta heimildarmyndin og átti það vel skilið. Michael Moore hefur verið nokkuð gagnrýndur fyrir þessa mynd og hefur verið skrifað efni um að hann hafi leikið sér um of með klippignar og breytt því sem fólk var að segja. Að því sem ég hef lesið um það þá virðist hann ekki hafa gert svo mikið af því.
Annars, ég mæli endilega með því að þú skellir þér í bíó [eða út á vídeóleigu] og náir þér í þessa mynd sem fyrst.
Star Trek: Nemesis0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ótrúlegt, ég get ekki sagt mikið meira um þessa mynd. Var á henni í gær.
Ég verð að segja að þetta er án vafa ein af bestu Star Trek myndunum frá upphafi (ég var aldrei neinn svakalega mikill Kirk fan .. no flames please).
En já, myndin kom mér mikið á óvart, eftir það hvað síðasta mynd var ekki að standa sig nógu vel..
En ég get ekki sagt annað en þessi mynd er fyrir alla, ekki bara trekkara.

