Notast við sögu Frank Miller fyrir Wolverine 2

Hugh Jackman staðfesti nú fyrir skömmu í viðtali við Mtv að Wolverine 2 væri í vinnslu og að hún myndi gerast í Japan. „Við stefnum á Japan og erum að hefja vinnuna núna. Við erum á fyrstu stigum á að þróa þá sögu“ segir Jackman. Hann staðfesti einnig að þeir ætla að notast við söguþráð um Wolverine frá Frank Miller. Miller vann í sameiningu með Chris Claremount við að semja 4 tölublöð um Wolverine árið 1982 þar sem grennslast var meira í fortíð hans, í Japan.

Hugh Jackman bætti svo við „Ég tel að aðdáendur elski hans útfærslu [Frank Millers],og þetta er mín uppáhalds Wolverine saga.“

Þið getið horft á viðtalið hér fyrir neðan: