Nolan ennþá óviss með framhald…

 
Christopher Nolan segist ennþá vera óviss með að gera framhald að The Dark Knight.  Hann tekur undir þá staðreynd að mjög fáar þriðju myndir í seríum hafa reynst vel heppnaðar, þá nýlega má minnast á Spider-Man 3 og X-Men 3 sem dæmi.  Hinsvegar neitar hann ekki um möguleikann á þriðju myndinni, mögulegt er þó að hann verði ekki leikstjórinn á þeirri mynd en ekkert hefur verið staðfest.  Ef við fáum Nolan aftur undir stjórn þá eru örugglega allavega þrjú ár í næstu mynd ef ekki fleiri.

Mitt Álit:

Ef það verður gert framhald, fáið Nolan aftur.  Það þarf samhengi í þessa seríu, við viljum ekki að Brett Ratner komi nálægt þessu…