Níunda kvikmynd Tarantino frumsýnd 2019

Níunda kvikmynd Quentin Tarantino verður frumsýnd þann 9. ágúst, 2019. Myndin mun fjalla um bandaríska glæpamanninn Charles Manson og hina svokölluðu Manson-fjölskyldu. Það ríkir þó enn mikil leynd yfir myndinni og ekki er vitað á hvaða tímapunkti sagan á að eiga sér stað eða hvort um sé að ræða æviágrip.

Frumsýningardagurinn er engin tilviljun því hann markar 50 ár frá því að Manson-fjölskyldan byrjaði að fremja voðaverkin frægu. Manson og fylgjendur hans myrtu níu manns á aðeins fimm vikum sumarið 1969. Árið 1971 var hann sakfelldur fyrir að fyrirskipa morðin á sjö manns en þeir sem voru drepnir voru leikkonan Sharon Tate og fjórir aðrir á heimili leikkonunnar. Daginn eftir voru svo hjónin Leno og Rosemary Labianca myrt.

Manson lést þann 19. nóvember síðastliðinn, 83 ára að aldri, eftir að hafa eytt nán­ast öll­um full­orðins­ár­um sín­um í fang­elsi.

Tarantino hefur sagt skilið við The Weinstein Company, eftir að ásakanir á hendur Harvey Weinstein um kynferðisáreitni spruttu upp. Leikstjórinn hefur samið við Sony sem mun sjá um framleiðsluna á myndinni.