Níu brakandi fersk plaköt

Og loksins fáum við eitt almennilegt fyrir John Carter (seriously, hvar er spennan hjá markaðsdeild myndarinnar?). Lítum aðeins yfir það nýjasta í einni fréttafærslu:

John Carter IMAX-plakatið- svona á að gera þetta! Nú finnur maður fyrir epíska ævintýratóninum sem við höfum vonast eftir frá myndinni. Ég hef mun meiri löngun til að sjá meira af plánetunni og íbúum Mars í myndinni eftir að hafa séð þetta plakat, nú vantar bara almennilega stiklu.

Fyrsta plakatið fyrir Weenie-inn hans Burtons, Frankenweenie. Hreyfimyndaútgáfa í fullri lengd af stuttmynd Burtons frá 1984. Finnst plakatið grípa andrúmsloft og stílfærða útlit myndarinnar nokkuð vel, ekki slæmt. Finnst einhverjum öðrum kaldhæðnislegt að Disney sögu Burton upp út af upprunalegu Frankenweenie en gefa honum nú fjárhagslega frelsið til að gera heila ræmu byggða á hugmyndinni?

Sprachen sie deutsch? Fáránlega lélega stiklan fyrir Mirror Mirror í leikstjórn Tarsem Singh fældi mann frá myndinni, en ég verð samt að viðurkenna að þetta er skemmtilega sykursætt plakat. Gæti verið að myndin verði ekki svo slæm?

Nevermind.

Ef þú fílaðir hina skemmtilega blóðugu Piranha árið 2010, þá veit ég að þú ert lúmskt spennt/spenntur yfir áframhaldandi blóðbaðinu. Klisjukennd plakatshönnun, en hún virkar. Stór plús á myndina einnig fyrir að vera í leikstjórn náungans sem gerði Feast-myndirnar.

Og síðan eitt í stíl við þetta. Skondið tagline.

Ef þú varst í efa um hvort Battleship væri að fylgja Transformers-myndunum í markaðsetningu sinni, þá gerir þetta (portúgalska?) plakat algjörlega grein fyrir því með því út og inn. Það eina sem vantar er sólsetursskot Bays.

Er þetta ekki bara óbein endurgerð af Liar Liar frá leikstjóranum sem færði okkur career-killer myndir á borð við Norbit (Eddie Murphy í fatsuit vol. 34), Shaggy Dog (ó guð, nei!)og Meet Dave (hrollur).

Og að lokum er síðan nýja IMAX-plakatið fyrir  gómsætu Hungurleikana. Og áður en þið spyrjið; nei myndin fjallar ekki um kappát, né er hún nýja McDonalds heimildarmynd Morgan Spurlocks. Það er samt ágætur grillfílingur á þessu nýja plakati.

Þá er komið að spurningu fréttarinnar: hvaða nýlega plakat hefur fangað athygli ykkar nýlega?