Fyrsta stiklan úr nýjustu mynd Spike Lee, Chi-raq, er komin út. Myndin fjallar um baráttu á milli gengja í nokkrum hverfum í Chicago og er byggð á gríska gamanleiknum Lýsistrata eftir Aristófanes.
Konurnar í hverfunum taka sig til og ákveða að neita mönnunum um kynlíf þangað til ofbeldinu linnir.
Í stiklunni má sjá Teyonah Paris, sem leikur Lýsiströtu, ásamt Samuel L. Jackson, Nick Cannon og John Cusack.
Chi-raq verður frumsýnd í takmörkuðum fjölda bíósala 4. desember og verður svo sýnd á Amazon Instant Video.