Leikkonan Natalie Portman hefur verið ráðin í hlutverk Jane Foster í næstu stórmynd Marvel Studios, en myndin ber nafnið Thor og er beðið með töluverðri eftirvæntingu í myndasöguheiminum.
Thor er gerð eftir samnefndum myndasögum, en persóna Portman, Jane Foster, var hjúkka sem reyndist vera fyrsta ást Thor. Fregnir herma þó að Marvel Studios ætli að fikta í karakternum til að gera hann aðgengilegri á hvíta tjaldinu.
Chris Hemsworth mun leika Thor og Tom Hiddleston mun leika illmennið Loka (e. Loki). Kenneth Branagh leikstýrir. Tökur hefjast í upphafi næsta árs, en myndin mun koma út 20.maí 2011 vestanhafs.

