Næsta verkefni hjá Renee Zellweger

Hin norskættaða Reneee Zellweger ( Jerry Maguire ) sem er nú að heilla landann í Bridget Jones’s Diary hefur nú landað öðru verkefni. Nefnist það 13 Going On 30, og verður gamanmynd í anda Big með Tom Hanks. Engin sérstök smáatriði hafa lekið út um söguþráðinn en ráða má af titlinum að hún fjalli um 13 ára stúlku sem fer skyndilega yfir í líkama þrítugrar konu. Handritið var skrifað af Josh Goldsmith og Cathy Yuspa, sem síðast skrifuðu What Women Want sem státaði af Mel Gibson í aðalhlutverki. Enn er ekki kominn leikstjóri að myndinni.