Fyrsta stiklan úr grínmyndinni Get Hard með þeim Will Ferrell og Kevin Hart í aðalhlutverkum, var frumsýnd í dag. Myndin fjallar um milljarðamæring og forstjóra vogunarsjóðs, James, sem Will Ferrell leikur, sem er sakfelldur fyrir svik og dæmdur í fangelsi, og þarf að sitja inn í San Quentin fangelsinu. Dómarinn gefur honum 30 daga til að undirbúa sig. Í örvæntingu sinni snýr hann sér að Darnell, sem Kevin Hart leikur, og biður hann um að hjálpa sér við að undirbúa lífið í grjótinu.
En þó að James haldi að Darnell sé góður leiðbeinandi í þessum efnum, þá hefur hann alls enga reynslu af nokkru svona, er duglegur maður sem á lítið fyrirtæki, og hefur aldrei svo mikið sem fengið stöðumælasekt, hvað þá farið í fangelsi. Saman þá gera þeir tveir hvað þeir geta til að herða James upp, svo hann verði klár í lífið í fangelsinu. Í ferlinu komast þeir að því m.a. hve mikið á röngu þeir höfðu að standa um marga hluti … þar á meðal hvorn annan.
Kíktu á bráðfyndna stikluna hér fyrir neðan:
Will Ferrell og Kevin Hart eru í myndinni að leika í fyrsta skipti saman en helstu leikarar aðrir eru Tip „T.I.“ Harris, Alison Brie og Craig T. Nelson. Leikstjóri er Etan Cohen, en þetta er fyrsta myndin sem hann leikstýrir, en hann á gifturíkan feril að baki sem handritshöfundur mynda eins og Tropic Thunder.
Get Hard verður frumsýnd 27. mars 2015.