Upptaka af Of Mice And Men í uppfærslu National Theatre Live er nú til sýninga í Bíó Paradís.
James Franco og Chris O´Dowd leika aðalhlutverkin í þessari ógelymanlegu Brodway-uppfærslu á verki John Steinbeck, sem fangar amerískan anda, í umfjöllun um vináttuna, væntingar, sigra og vonbrigði í lífinu.
Hönnunin í verkinu er afar eftirtektarverð og einstök. Næstu sýningar fara fram 6. febrúar kl 20:00 og 7. febrúar kl 20:00.
Framundan í Bíó Paradís verða sýningar á kvikmyndunum Whiplash sem hlaut fimm tilnefningar til Óskarsverðlaunanna í ár, Turist, Leviathan, Ida, Boyhood og fleiri verða sýndar á sérstakri Óskarsverðlaunaviku í Bíó Paradís vikuna 6. til 12. febrúar.