Fjör á frumsýningu Inside Out 2

Frábær stemming var í Sambíóunum Kringlunni í gær og fyllti eftirvæntingin andrúmsloftið í anddyrinu á meðan ungir og aldnir biðu eftir að hleypt yrði inn í sal á sérstaka forsýningu á teiknimyndinni Inside Out 2 frá Disney Pixar. 

Inside Out 2 (2024)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn8
Rotten tomatoes einkunn 92%

Hugur unglingsstúlkunnar Riley er að ganga í gegnum sannkallaðar hamfarir til að búa til rými fyrir eitthvað algjörlega óvænt; nýjar tilfinningar! Gleði, Sorg, Reiði, Ótti og Ógeð, sem lengi hafa hafa notið lífsins og gengið vel, vita ekki hvað þau eiga að halda þegar ...

Öllu var til tjaldað á sýningunni. Rauðum dregli var rúllað út og yngstu bíógestirnir leystir út með gjafapokum og gotteríi. Íslenskar stjörnur létu sig ekki vanta en meðal gesta voru; Erna Hrund, Jón Gunnar Geirdal, Krista Ketó, Sólrún Diego, Salka Sól, Katla Hreiðars (Systur & Makar), Björgvin Franz, Linda Ben, Gummi Kíró og Lína Birgitta, Jóhanna Helga og Hannah Davíðs. 

Inside Out 2 er framhald af Inside Out sem sló rækilega í gegn þegar hún var frumsýnd árið 2015. Báðar Inside Out myndirnar hafa hlotið mikið lof gagnrýnenda en þær segja frá Railey, ungri stelpu, og tilfinningunum sem fylgja þeirri miklu áskorun að vaxa úr grasi.

Eftir frumsýningu gengu bíógestir út með bros á vör og langflestir voru á því að þetta væri mynd sem nauðsynlegt væri að sjá í bíó.