Gamlinginn sem skreið út um gluggann og hvarf
2013
(The 100-Year-Old Man Who Climbed Out the Window and Disappeared)
Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Frumsýnd: 21. febrúar 2014
Things are what they are, and whatever will be will be.
114 MÍNSænska
Þegar Allan Karlsson vaknar að morgni 100 ára afmælis síns
ákveður hann að stinga af frá elliheimilinu og halda sína leið út í
buskann í stað þess að mæta í afmælisveisluna.
Gamlinginn sem skreið út um gluggann og hvarf er byggð á samnefndri
skáldsögu eftir sænska rithöfundinn Jonas Jonasson, en hún kom út árið
2009. Segja má að bókin hafi orðið... Lesa meira
Þegar Allan Karlsson vaknar að morgni 100 ára afmælis síns
ákveður hann að stinga af frá elliheimilinu og halda sína leið út í
buskann í stað þess að mæta í afmælisveisluna.
Gamlinginn sem skreið út um gluggann og hvarf er byggð á samnefndri
skáldsögu eftir sænska rithöfundinn Jonas Jonasson, en hún kom út árið
2009. Segja má að bókin hafi orðið stórsmellur nokkuð óvænt, enda
fyrsta bók höfundar, en hún hefur nú verið þýdd á yfir þrjátíu tungumál
og hvarvetna notið mikilla vinsælda.
Hinn 100 ára Allan Karlsson flýr frá elliheimilinu á 100 ára afmælisdegi sínum. Ekki líður
á löngu uns hann er kominn í hreint ævintýralegar og oft sprenghlægilegar
aðstæður en um leið er ævisaga hans og fortíð rifjuð upp. Í ljós
kemur að Allan á enga venjulega ævi að baki heldur hefur hann hitt og
haft áhrif á marga helstu lykilmenn síðari tíma, svo sem Franco, Harry S.
Truman Bandaríkjaforseta, Stalín, Maó Tse Tung, Albert Einstein, leiðtoga
Norður-Kóreu, Kim II Sung, Winston Churchill og fleiri.
Hins vegar eru áhöld um hvort áhrif Allans á það valdamikla fólk sem
hann hefur hitt á lífsleiðinni hafi orðið veröldinni til góðs. Um það verður
hver og einn að dæma fyrir sig en víst er að án hans væri veröldin ekki sú
sama og hún er í dag.... minna