Náðu í appið
Bönnuð innan 6 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

Innerspace 1987

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Within 24 hours he will experience an amazing adventure...and become twice the man.

120 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 82% Critics
The Movies database einkunn 66
/100

Tuck Pendleton er sjálfumglaður flugmaður, sem tekur þátt í smækkunartilraun. Þegar þorparar brjótast inn á rannsóknarstofuna og stela tækninni, þá tekur einn vísindamannanna sprautu með sér sem inniheldur smækkaðan Tuck og farartæki sem hann notar í könnunarleiðangri sínum í rannsókninni. Í farartækinu er hluti af þeim efnum sem þarf að nota til... Lesa meira

Tuck Pendleton er sjálfumglaður flugmaður, sem tekur þátt í smækkunartilraun. Þegar þorparar brjótast inn á rannsóknarstofuna og stela tækninni, þá tekur einn vísindamannanna sprautu með sér sem inniheldur smækkaðan Tuck og farartæki sem hann notar í könnunarleiðangri sínum í rannsókninni. Í farartækinu er hluti af þeim efnum sem þarf að nota til að koma Tuck aftur í fulla stærð, en búið er að stela hinum hlutanum sem nauðsynlegur er. Vísindamaðurinn er skotinn en áður en hann deyr þá sprautar hann Tuck inn í hinn ímyndunarveika Jack Putter, sem heldur stöðugt að eitthvað sé að honum. Þegar Tuck tengir sig við innra kerfi Jack, þá uppgötvar hann að eitthvað hefur gerst. Þannig að þeir fara aftur í rannsóknarstofuna til að finna út úr því hvað gerðist. Nú er þeim sagt að ef þeir ná ekki efninu sem var stolið, þá muni þeir ekki geta fært Tuck í fyrra horf, áður en súrefnið þrýtur í könnunarfarinu hans. Nú ákveður fulltrúi stjórnvalda að það eina sem skiptir máli er að þjófarnir komi ekki höndum yfir hinn hluta efnisins, enda er sá hluti sem þeir eru með gagnslaus einn og sér. Núna hvetur Tuck Jack til að fara og finna þjófana. Og þeir fá hjálp hjá ... ... minna

Aðalleikarar


Nokkuð skemmtileg mynd. Að vísu alltof sjaldan fyndin og söguþráðurinn ekki í frumlegri kantinum en er samt nokkuð góð og hefur elst bara þokkalega vel. Leikararnir standa sig misjafnlega, Martin Short túlkar taugaveiklaðan afgreiðslumann í matvörubúð mjög vel þó svo að hann sé kannski ekkert alltof skemmtilegur beint, Dennis Quaid er í mjög slöppu hlutverki sem náungi sem er smækkaður og festist inn í líkama afgreiðslumannsins og svo að sjálfsögðu Meg Ryan sem stendur yfirleitt fyrir sínu og leikur unnustu þess smækkaða. Einkar skemmtilegt að fylgjast með samræðum Short´s og Quaid´s þó að það kitli hláturtaugarnar ekkert alltof mikið og myndin er bara fín það er ekkert meira hægt að segja. Undirritaður átti góða stund yfir skerminum og Innerspace fær tvær og hálfa stjörnu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er skemmtileg grínmynd með Dannis Quad,Meg Ryan og MArtin Short.

Myndin fjallar um mann (Dannis Quad) sem ætlar að taka þátt í tilraun sem felst í því að minka mann og sprauta honum í kanínu en það er ráðist á tilraunastofuna og Dannis er svo sprautað í afgreiðslumann(Martin Short) og svo reyna mennirnar sem eyðilögðu tilraunastofuna að ná Martin.

Þetta er skemmtileg grínmynd með góðum leikurum og fínum brellum (miðað við það hvað hún er gömul).
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Hér er á ferðinni öðruvísi gamanmynd um mann sem fenginn er til þess að taka þátt í tilraun sem felur það í sér að hann er smækkaður þannig að hægt sé að sprauta honum inn í kanínu og þannig rannsaka innviði hennar. Tilraunin fer út um þúfur þegar brotist er inn á tilraunastofuna og sprautunni sem inniheldur hinn míkróskópíska er naumlega komið undan á flótta. Það endar svo með því að honum er sprautað inn í mann þegar allt annað er útilokað. Þar með byrja erfiðleikar hans að reyna að komast í samband við hýsilinn sinn. Og verður úr hin ágætasta gamanmynd. Hér er á ferðinni sprenghlægileg mynd sem ég mæli eindregið með.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

01.09.2017

Minnka sig til að spara peninga

Nýjasta mynd The Descendants og Sideways leikstjórans Alexander Payne, Downsizing, var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum sem nú stendur yfir, en um er að ræða vísindaskáldsögu um minnkun á mönnum. Einhverjir mu...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn