Red Heat er mjög fín mynd. Maður á auðvitað ekki að búast við að það sé verið að brjóta blað í kvikmyndasögunni þegar maður tekur mynd með Schwarzenegger og Belushi. Þess vegna virkar þessi mynd mjög vel. Hún gerir meira að segja ráð fyrir að Arnold geti ekki talað almennilega ensku sem er mjög vel að verki staðið. Flott hasaratriði í henni og þeir ná ágætlega saman. Ég mæli þess vegna með þessari mynd sérstaklega í þynnkunni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg?
Já Nei