Náðu í appið
Bönnuð innan 12 ára

Supernova 2000

Fannst ekki á veitum á Íslandi

In the farthest reaches of space, something has gone terribly wrong.

90 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 11% Critics
The Movies database einkunn 19
/100

Myndin fjallar um leit og björgun á læknageimskipi djúpt úti í geimnum snemma á 22. öldinni, en um borð eru skipstjóri og flugmaður, aðstoðarflugmaður, læknar og sjúkraliðar, og tæknimaður. Þegar geimskip þeirra, Nightengale 229, svarar neyðarkalli frá námuvinnslu í fjarlægu stjörnukerfi, þá upplifir áhöfnin hættu sem stafar af unga dularfulla manninum... Lesa meira

Myndin fjallar um leit og björgun á læknageimskipi djúpt úti í geimnum snemma á 22. öldinni, en um borð eru skipstjóri og flugmaður, aðstoðarflugmaður, læknar og sjúkraliðar, og tæknimaður. Þegar geimskip þeirra, Nightengale 229, svarar neyðarkalli frá námuvinnslu í fjarlægu stjörnukerfi, þá upplifir áhöfnin hættu sem stafar af unga dularfulla manninum sem þau björguðu, óþekkta hlutnum sem hann smyglaði um borð, og aðdráttarafl risastórar stjörnu sem er um það bil að springa. Sprengingin verður mesta sprenging sem orðið hefur í alheiminum.... minna

Aðalleikarar


Það eitt að "Thomas Lee" hafi leikstýrt þessari mynd vakti áhuga minn. Thomas Lee er nefnilega nýja dulnefnið fyrir leikstjóra sem skammast sín fyrir verk sín og tekur það við af hinu þekkta nafni Alan Smithee. Ekki veit ég hvort að Thomas Lee nafnið var sett á þessa mynd vegna gæðanna eða vegna þess hversu margir leikstjórar gerðu hana en ég giska á það síðara því að bæði Walter Hill og Francis Ford Coppola hafa gert mun verri myndir (t.d. Last Man Standing og Jack...) Supernova er einstaklega hallærisleg B-vísindaskáldsaga en er þó aldrei beint leiðinleg. Hún er ekki vel leikin, söguþráðurinn er stolinn úr nær öllum frægum sci-fi myndum síðustu ára og tæknibrellurnar eru mjög veikar, en hún er samt ekki leiðinleg. Það sem fór mest í taugarnar á mér var hræðileg sviðsmyndin sem leit út fyrir að hafa verið hönnuð af Joel Schumacher, svo var myndatakan líka eitthvað furðuleg, þá sérstaklega í byrjuninni. Leikararnir gefa það til kynna að hér sé eitthvað sérstakt á ferðinni en svo er ekki og er Supernova algjör meðal-B-mynd sem eflaust einhverjir hafa gaman af en aðrir eiga eftir að hata.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn