Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Það eitt að "Thomas Lee" hafi leikstýrt þessari mynd vakti áhuga minn. Thomas Lee er nefnilega nýja dulnefnið fyrir leikstjóra sem skammast sín fyrir verk sín og tekur það við af hinu þekkta nafni Alan Smithee. Ekki veit ég hvort að Thomas Lee nafnið var sett á þessa mynd vegna gæðanna eða vegna þess hversu margir leikstjórar gerðu hana en ég giska á það síðara því að bæði Walter Hill og Francis Ford Coppola hafa gert mun verri myndir (t.d. Last Man Standing og Jack...) Supernova er einstaklega hallærisleg B-vísindaskáldsaga en er þó aldrei beint leiðinleg. Hún er ekki vel leikin, söguþráðurinn er stolinn úr nær öllum frægum sci-fi myndum síðustu ára og tæknibrellurnar eru mjög veikar, en hún er samt ekki leiðinleg. Það sem fór mest í taugarnar á mér var hræðileg sviðsmyndin sem leit út fyrir að hafa verið hönnuð af Joel Schumacher, svo var myndatakan líka eitthvað furðuleg, þá sérstaklega í byrjuninni. Leikararnir gefa það til kynna að hér sé eitthvað sérstakt á ferðinni en svo er ekki og er Supernova algjör meðal-B-mynd sem eflaust einhverjir hafa gaman af en aðrir eiga eftir að hata.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Ralph Richardson, Daniel Chuba
Kostaði
$90.000.000
Tekjur
$14.828.081
Aldur USA:
PG-13