Náðu í appið
Bönnuð innan 16 ára

Last Man Standing 1996

Fannst ekki á veitum á Íslandi
101 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 42% Critics
The Movies database einkunn 44
/100

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Til síðasta manns
Last Man Standing gerist árið 1931 og segir frá einfaranum John Smith(Bruce Willis) sem leggur leið sína í smábæinn Jericho í Texas á ferðalagi sínu til Mexíkó. Í Jericho heyja tvær glæpaklíkur stríð og flækist vinur okkar inn á milli og starfar fyrir þær báðar í þeim eina tilgangi að svíkja þær í eiginhagsmunaskyni. Last Man Standing er ansi góð og vanmetin mynd frá hinum ágæta leikstjóra Walter Hill. Hún er áhugaverð og leynir á sér, skotbardagarnir eru flottir og myndatakan og klipping eitthvað til að hrópa húrra fyrir. Willis leikur semsagt aðalsögupersónuna en þó að þetta sé eitt af hans betri hlutverkum þá nær hann ekki algjörlega að halda myndinni uppi en því er flatt skrifuðu, alls ekki lélegu en flatt skrifuðu handriti að kenna. Samræðunum er stundum eilítið ábótavant og einstaka atriði eru eiginlega ekkert spes. Einnig er endirinn eiginlega hálf slappur og ekki það sem myndin lofar fram að því. Það er samt alveg drullugaman að horfa á þessa mynd og þá kannski aðallega út af stjörnuleik Willis og öllum hrottaskapnum sem myndin hefur sko nóg af. Last Man Standing er engin snilld en ef þú fílar myndir með Bruce Willis þar sem hann er svalur þá skaltu endilega sjá þessa. 8/10 í einkunn eða þrjár stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

29.03.2018

Mögnuð endurkoma Roseanne með hjálp Trump

Sjónvarpsþátturinn Roseanne, sem sýndur var um árabil hér á Íslandi við miklar vinsældir, átti magnaða endurkomu í sjónvarpi í Bandaríkjunum nú fyrr í vikunni, en áhorf á endurkomuþáttinn fór langt fram úr væntingum...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn