Náðu í appið
Öllum leyfð

Mousehunt 1997

(Mouse Hunt)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 15. maí 1998

TheMouse Never Dies

98 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 44% Critics
The Movies database einkunn 54
/100

Fjölskyldumynd um mús sem býr í gömlu húsi þar sem aldraður íbúinn deyr, og nýir íbúa hafa ákveðnar hugmyndir um nýtingu hússins. Þeir eiga hinsvegar í mestu erfiðleikum með að losna við músina.

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Já, þetta er nú bara svona létt gamanmynd þar sem Nathan Lane og Lee Evans leika hér bræður. Þeir í þessari mynd voru nýbúnir að missa föður,og nú ætla þeir að selja hús hans fyrir miklum peningi og þá verða þeir mjög ríkir. En það er eitt, það er ein mús sem virðist ætla að skemma fyrir þeim. Þeir reyna allt til að stöðva þessa mús og munu þeir stöðva hana eður ei kemur í ljós. Þessi mynd mun aðeins fá tvær stjörnur því stundum getur hún alls ekkert verið fyndinn. en hinsvegar getur hún verið fyndinn og þessvegna fær hún tvær. Hún bara minnir mig rosalega á tom og Jenna þar sem þeir eru kettir sem elta músina. Ég verð að segja að það eru til betri myndir heldur en þessi, það verð ég nú bara að segja. takk fyrir
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég verð að segja að mér leiðast svona myndir. Skúrkarnir lenda alltaf í asnalega heimskulegum aðstæðum (en lifa náttúrulega alltaf af að fá steðja eða keilukúlu í hausinn.) Hef bara aldrei skilið hvað sé svona skemmtilegt við þetta. Eina skemmtunin sem ég fæ út úr þessari mynd er að horfa á hvað föður mínum finnst hún rosalega fyndin.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Nathan Lane og Lee Evans eru í aðalhlutverkum í þessari mynd sem bræður. Og myndin fjallar um það að þeir eru að reyna að selja gamalt hús föðurs þeirra heitnum en ekki allt virðist ætla að ganga af óskum vegna þess að það er mús sem ætlar sér að spilla fyrir þeim. þessi mynd er mjög fyndinn þó að nokkrir gamaldags brandarar eru í henni breytir það svo sem eingu. Því svo mörg atriði í þessari mynd eru snilld og margir aðrir góðir leikarar eru líka í þessari mynd eins og cristhoper walken sem stendur sig með prýði. og allir þeir sem fíla lee evans og nathan lane ættu að sjá þessa mynd!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ok þegar ég tók þessa mynd á leigu þá hélt ég að þetta væri eitthvað bull og vitleysa en þessi mynd er bara ein af þeim fyndunustu myndum sem ég hef séð, Nathan Lane og Lee Evans fara á kostum sem tveir bræður sem eru að rayna að veiða mús en hún leikur þá alltaf grátt og þeir sitja eftir með sárt enni! 4 stjörnu skemmtun!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

03.03.2011

Rango getraunin í fullum gangi!

Jæja, þá er komið að enn einni getrauninni og það er einstaklega gaman fyrir okkur Kvikmyndir.is-pakkið að sjá hvernig þátttaka eykst stöðugt með nánast hverjum leik. Að þessu sinni er það fjölskylduvestrinn Ran...

02.03.2011

Getraun: Rango

Jæja, þá er komið að enn einni getrauninni og það er einstaklega gaman fyrir okkur Kvikmyndir.is-pakkið að sjá hvernig þátttaka eykst stöðugt með nánast hverjum leik. Að þessu sinni er það fjölskylduvestrinn Ran...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn