Jólin hennar Gurru
Öllum leyfð
BarnamyndTeiknimynd

Jólin hennar Gurru 2012

42 MÍN

Bresku teiknimyndirnar um Gurru grís hafa slegið í gegn hjá yngstu kynslóðinni enda bæði fyndnar og fjörugar - eins og krakkar vilja hafa það. Hver teiknimynd er um það bil 5 mínútur að lengd en þessi DVD-diskur sem hér kemur út inniheldur einnig jólaþátt sem er lengri en venjulegu þættirnir. Gurra er lítið og sætt svín sem býr með yngri bróður sínum... Lesa meira

Bresku teiknimyndirnar um Gurru grís hafa slegið í gegn hjá yngstu kynslóðinni enda bæði fyndnar og fjörugar - eins og krakkar vilja hafa það. Hver teiknimynd er um það bil 5 mínútur að lengd en þessi DVD-diskur sem hér kemur út inniheldur einnig jólaþátt sem er lengri en venjulegu þættirnir. Gurra er lítið og sætt svín sem býr með yngri bróður sínum George, Svínamömmu og Svínapabba. Gurru finnst gaman að leika sér, klæða sig upp, uppgötva nýja staði og kynnast nýjum vinum. En það sem henni finnst skemmtilegast af öllu er að stökkva í drullupolla og sulla í þeim. En nú nálgast jólin og það er í mörg horn að líta hjá Gurru og fjölskyldu hennar svo og vinum þeirra sem eru af hinum fjölbreytilegustu dýrategundum og horfa því hver með sínum augum á lífið og tilveruna ...... minna