Náðu í appið
Öllum leyfð

Girl Model 2011

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 27. nóvember 2012

78 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 92% Critics
The Movies database einkunn 68
/100

Myndin fjallar um fyrirsætuiðnaðinn og er skoðun á heimi sem skilgreindur er út frá glerveggjum og ljósmyndalinsum. Hún varpar ljósi á ólíkar útgáfur raunveruleika þeirra ungu stúlkna sem starfa í iðnaðinum. Því meira sem við kynnumst þessum heimi fer hann æ ríkari mæli að líkjast speglaborg, þar sem ekki er allt sem sýnist, skynjunin brenglast og... Lesa meira

Myndin fjallar um fyrirsætuiðnaðinn og er skoðun á heimi sem skilgreindur er út frá glerveggjum og ljósmyndalinsum. Hún varpar ljósi á ólíkar útgáfur raunveruleika þeirra ungu stúlkna sem starfa í iðnaðinum. Því meira sem við kynnumst þessum heimi fer hann æ ríkari mæli að líkjast speglaborg, þar sem ekki er allt sem sýnist, skynjunin brenglast og engin skýr leið finnst út úr honum. Þrátt fyrir skort á augljósri tenginu á milli Síberíu og Tókýó, tengir sífellt stækkandi módeliðnaðurinn þessa ólíku staði saman. Girl Model fylgir eftir tveimur aðalpersónum sem tengdar eru módeliðnaðinum: Ashley, sem leitar eftir ferskum andlitum í Síberísku sveitinni til að senda á japanska módelmarkaðinn og Nadyu, þrettán ára stúlku sem Ashley uppgötvaði í Síberíu og sendi til Tókýó með loforðum um arðbæran módelferil. Eftir að hafa uppgötvað Nadýu hittast þær Ashley sjaldan, en sögur þeirra eru tengdar órjúfanlegum böndum. Á meðan bjartsýni Nadýu á að bjarga fjölskyldu sinni úr fjárkröggum vex, verða draumar hennar í enn meiri mótsögn við sýn Ashley á hin eyðandi áhrif iðnaðarins. Mun Nadýa og aðrar stúlkur eins og hún geta fundið einhvern sem aðstoðar þær við að læra á þetta völundarhús, eða munu þær feta sömu braut og Ashley sem hefur lært aðferðir völundarhússins en er ófær um að sleppa undan aðdráttaraflinu sem þessum heimi fylgir?... minna

Aðalleikarar

Handrit

Skrifa gagnrýni
Senda inn

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn