Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Örugglega skásta Steven Seagal myndin. Fjallar um kokk(Seagal) sem vinnur á herbát að elda. Þegar bátnum er rænt af hermanni einum(Busy) og félaga hans(Lee Jones), þá kemur það í hendur kokksins að bjarga deginum. Þó svo að söguþráðurinn í þessari sé álíka fáránlegur og í Postman(þ.e. að kokkurinn sé hetjan, yeah right), þá er það aðallega leikstjórn Andrew Davies sem bjargar myndinni. Hann veit hvað hann vill þegar hann gerir action mynd, og hefur sannað það best með The Fugitive. En ég ætla ekkert að vera tala um frammistöður leikaranna, flottar sviðsmyndir eða tæknibrellur því það er ekkert af því gott hér. Þessi er bara miðlungsmoð og ekkert annað.
Under Siege er örugglega besta hasarmynd sem Steven Seagal hefur leikið í. Þó svo að myndir hans byggjast oftast á hversu margar hendur hann brítur þá nær þessi mynd að gera það gott. Tommy Lee Jones stendur sig með prýði sem vondi kallinn. Fínasta skemmtun.
Hryðjuverkamenn sölsa undir sig bandarískt herskip til að komast yfir kjarnorkuvopn þess og sigla til móts við kafbát til að koma þeim undan, en eiga á leiðinni í höggi við skipskokkinn, sem gengur lausum hala og gerir þeim hverja skráveifuna á fætur annarri. Söguþráðurinn er klárlega stolinn frá bókinni The Golden Rendezvous eftir Alistair MacLean, sem gefin var út á íslensku undir heitinu Til móts við gullskipið fyrir mörgum árum. Helsti munurinn er sá, að í sögu MacLeans var söguhetjan fyrsti stýrismaðurinn og kjarnorkusprengjan um borð í farþegaskipi hans auk þess sem hryðjuverkamennirnir sigldu til móts við gullfluttningaskip. Atburðarrásin er að öðru leyti að mestu hin sama og má þar nefna smáatvik eins og þegar söguhetjan missir takið á kaðli við skipssíðuna en nær taki á honum á ný eftir að hafa velkst aðeins um í sjónum. Enda þótt Under Siege sé ekki kennd við Alistair MacLean, er hún mun betri en fyrri kvikmyndin, sem byggð var á sögu hans og var með þeim ágæta leikara Richard Harris í aðalhlutverki. Þetta er ennfremur besta kvikmynd harðhausaleikarans Steven Seagals á annars vægast sagt rislágum leikferli hans. Sem betur fer er Under Siege fáanleg á breiðtjaldi, widescreen, en þá útgáfu á að sjálfsögðu að velja, þegar horft verður á myndina.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Kostaði
$35.000.000
Tekjur
$156.563.139
Aldur USA:
R