Náðu í appið
Bönnuð innan 16 ára

Under Siege 1992

Fannst ekki á veitum á Íslandi

In 1992 a battleship's been sabotaged by nuclear pirates out to steal its warheads. Now, surrounded by terrorists, a lone man stands with a deadly plan of attack.

102 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 80% Critics
The Movies database einkunn 58
/100

Myndin gerist um borð í bandaríska herskipinu USS Missouri, sem er um það bil að verða tekið úr umferð, stuttlega eftir að George Bush Bandaríkjaforseti heimsækir það. Þegar Bush fer af skipinu, ræðst hópur hryðjuverkamanna um borð og yfirbugar áhöfnina, undir því yfirskini að þeir ætli að halda afmælisveislu fyrir skipstjórann, Adams. Foringi hryðjuverkahópsins... Lesa meira

Myndin gerist um borð í bandaríska herskipinu USS Missouri, sem er um það bil að verða tekið úr umferð, stuttlega eftir að George Bush Bandaríkjaforseti heimsækir það. Þegar Bush fer af skipinu, ræðst hópur hryðjuverkamanna um borð og yfirbugar áhöfnina, undir því yfirskini að þeir ætli að halda afmælisveislu fyrir skipstjórann, Adams. Foringi hryðjuverkahópsins er Strannix, ósáttur fyrrum leyniþjónustumaður, og hægri hönd hans, hinn klikkaði Krill. Hryðjuverkamennirnir áætla að stela kjarnaoddum úr skipinu, fara með þá í stolinn norður kóreskan kafbát, og selja þá til lands í Mið Austurlöndum. Til allrar óhamingju fyrir Strannix, þá gerði hann ekki ráð fyrir matreiðslumanninum á skipinu, Casey Ryback, sem er margverðlaunaður sérsveitarmaður, Navy SEAL, sem vegna smá hneykslismáls, er að ljúka tuttugu ára þjónustu sinni í hernum í rólegheitum í eldhúsinu á skipinu Missouri. Nú neyðist Ryback til að fara aftur í fremstu víglínu, ásamt konu sem stökk upp úr afmælisköku skipstjórans.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Örugglega skásta Steven Seagal myndin. Fjallar um kokk(Seagal) sem vinnur á herbát að elda. Þegar bátnum er rænt af hermanni einum(Busy) og félaga hans(Lee Jones), þá kemur það í hendur kokksins að bjarga deginum. Þó svo að söguþráðurinn í þessari sé álíka fáránlegur og í Postman(þ.e. að kokkurinn sé hetjan, yeah right), þá er það aðallega leikstjórn Andrew Davies sem bjargar myndinni. Hann veit hvað hann vill þegar hann gerir action mynd, og hefur sannað það best með The Fugitive. En ég ætla ekkert að vera tala um frammistöður leikaranna, flottar sviðsmyndir eða tæknibrellur því það er ekkert af því gott hér. Þessi er bara miðlungsmoð og ekkert annað.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Under Siege er örugglega besta hasarmynd sem Steven Seagal hefur leikið í. Þó svo að myndir hans byggjast oftast á hversu margar hendur hann brítur þá nær þessi mynd að gera það gott. Tommy Lee Jones stendur sig með prýði sem vondi kallinn. Fínasta skemmtun.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Hryðjuverkamenn sölsa undir sig bandarískt herskip til að komast yfir kjarnorkuvopn þess og sigla til móts við kafbát til að koma þeim undan, en eiga á leiðinni í höggi við skipskokkinn, sem gengur lausum hala og gerir þeim hverja skráveifuna á fætur annarri. Söguþráðurinn er klárlega stolinn frá bókinni The Golden Rendezvous eftir Alistair MacLean, sem gefin var út á íslensku undir heitinu Til móts við gullskipið fyrir mörgum árum. Helsti munurinn er sá, að í sögu MacLeans var söguhetjan fyrsti stýrismaðurinn og kjarnorkusprengjan um borð í farþegaskipi hans auk þess sem hryðjuverkamennirnir sigldu til móts við gullfluttningaskip. Atburðarrásin er að öðru leyti að mestu hin sama og má þar nefna smáatvik eins og þegar söguhetjan missir takið á kaðli við skipssíðuna en nær taki á honum á ný eftir að hafa velkst aðeins um í sjónum. Enda þótt Under Siege sé ekki kennd við Alistair MacLean, er hún mun betri en fyrri kvikmyndin, sem byggð var á sögu hans og var með þeim ágæta leikara Richard Harris í aðalhlutverki. Þetta er ennfremur besta kvikmynd harðhausaleikarans Steven Seagals á annars vægast sagt rislágum leikferli hans. Sem betur fer er Under Siege fáanleg á breiðtjaldi, widescreen, en þá útgáfu á að sjálfsögðu að velja, þegar horft verður á myndina.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn