Hæ Gosi 2
2011
Sannkölluð fjölskylduflækja!
260 MÍNÍslenska
Við skildum við þá feðga, Börk, Víði og Reyni, þar sem þeir voru á leið til Færeyja að finna og endurheimta Fríðborgu, eiginkonu Barkar. Og þar hefst sagan að þessu sinni. Í Færeyjum fer fljótlega í gang stórmerkileg atburðarás. Reynir finnur til dæmis ástina á ný og Víðir lendir í eldheitu ástarsambandi við blinda konu. Á meðan reynir faðir... Lesa meira
Við skildum við þá feðga, Börk, Víði og Reyni, þar sem þeir voru á leið til Færeyja að finna og endurheimta Fríðborgu, eiginkonu Barkar. Og þar hefst sagan að þessu sinni. Í Færeyjum fer fljótlega í gang stórmerkileg atburðarás. Reynir finnur til dæmis ástina á ný og Víðir lendir í eldheitu ástarsambandi við blinda konu. Á meðan reynir faðir þeirra að fá Fríðborgu á sitt band. Allt endar samt á því að Víðir játar á sig glæp fyrir misskilning og þarf fyrir vikið að sitja í færeysku fangelsi í heilt ár. Þegar hann sleppur út og kemur til Akureyrar á ný er allt breytt og við tekur vægast sagt stormasamur eftirmáli af Færeyjaför feðgana. Á sama tíma reyna þau Börkur og Fríðborg að eignast barn, en Reynir stendur í skilnaði við Pálínu sem er heldur betur ósátt við þau málalok.... minna