Náðu í appið
Öllum leyfð

Svanavatnið - Ballettsýning 2015

Frumsýnd: 17. mars 2015

Enska

Svanavatnið er einn mikilfenglegasti rómantíski ballett allra tíma. Í beinni útsendingu frá The Royal Opera House í Háskólabíói. Svanavatnið var fyrsta ballet tónsmíð Tsjaíkovskís, en ballettinn var frumsýndur árið 1877 og hlaut fremur dræmar viðtökur. Síðan þá hefur Svanavatnið öðlast sess sem einn ástsælusti ballett allra tíma. Í verkinu... Lesa meira

Svanavatnið er einn mikilfenglegasti rómantíski ballett allra tíma. Í beinni útsendingu frá The Royal Opera House í Háskólabíói. Svanavatnið var fyrsta ballet tónsmíð Tsjaíkovskís, en ballettinn var frumsýndur árið 1877 og hlaut fremur dræmar viðtökur. Síðan þá hefur Svanavatnið öðlast sess sem einn ástsælusti ballett allra tíma. Í verkinu gengur Siegfried prins fram á svanafylkingu þar sem hann er við veiðar. Einn svananna breytist í gullfallega konu að nafni Odette. Siegfried verður samstundis hugfanginn af henni og ákveður að rjúfa álögin sem halda henni fanginni. Von Rothbart, sem er illur andi og valdur að bölvuninni dulbýr dóttur sína sem Odette. Siegfried lætur blekkjast og lýsir yfir ást sinni til hennar og dæmir þanni Odette til að vera bundin bölvuninni til eilífðarnóns. Siegfried og Odette drekkja sér og eru sameinuð í dauðanum. Stórfengleg túlkun Anthonys Dowell færir sér í nyt klassíska kóreógrafíu Levs Ivanov og Mariusar Petipa sem samin var fyrir uppfærslu sem sett var á svið árið 1895. Dramatískir búningar draga fram andstæðurnar á milli hins mennska og andaheimsins á meðan glóandi lampar, glitrandi efni og hönnun skapa töfrandi andrúmsloft og umhverfi. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Skrifa gagnrýni
Senda inn

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn