Unknown Africa
2007
Stórkostleg mynd um stórkostlegt efni.
88 MÍNEnska
Hér er á ferðinni enn einn vandaði fróðleiksmolinn úr heildarsafni BBC-sjónvarpsrisans um jörðina okkar og lífið á henni. Dýralífsfræðingurinn Saba Douglas-Hamilton leiðir okkur um lítt farnar slóðir í Afríku, þar sem hún kynnir okkur fyrir fjölbreyttu dýralífi, framandi fólki, og stórbrotnu landslagi. Meðal staðanna sem hún heimsækir eru... Lesa meira
Hér er á ferðinni enn einn vandaði fróðleiksmolinn úr heildarsafni BBC-sjónvarpsrisans um jörðina okkar og lífið á henni. Dýralífsfræðingurinn Saba Douglas-Hamilton leiðir okkur um lítt farnar slóðir í Afríku, þar sem hún kynnir okkur fyrir fjölbreyttu dýralífi, framandi fólki, og stórbrotnu landslagi. Meðal staðanna sem hún heimsækir eru Angóla, Mið-Afríka, og Comoros-eyjarnar, en Saba sem er fædd og uppalin í Kenýa er dóttir hins fræga dýrafræðings, Iains Douglas-Hamilton.... minna