Náðu í appið

The Rolling Stones: Some Girls, Live in Texas 2011

(Some Girls)

Frumsýnd: 7. október 2011

105 MÍNEnska

Hér er á ferðinni glæný tónleikamynd frá The Rolling Stones sem aldrei áður hefur komið fyrir almenningssjónir. Myndin inniheldur upptökur frá tónleikum sveitarinnar í Fort Worth, Texas árið 1978, stuttu eftir útkomu breiðskífunnar Some Girls. Hljómsveitin var þá á hápunkti feril síns og tónleikamyndin sýnir meðlimi sveitarinnar í sínu besta formi.... Lesa meira

Hér er á ferðinni glæný tónleikamynd frá The Rolling Stones sem aldrei áður hefur komið fyrir almenningssjónir. Myndin inniheldur upptökur frá tónleikum sveitarinnar í Fort Worth, Texas árið 1978, stuttu eftir útkomu breiðskífunnar Some Girls. Hljómsveitin var þá á hápunkti feril síns og tónleikamyndin sýnir meðlimi sveitarinnar í sínu besta formi. Myndin var tekin upp á 16 mm filmu en hefur nú verið uppfærð í hærri upplausn og hljóð myndarinnar fært frá upprunalegu hljóðrásunum yfir í 5.1 surround hljóð. Á undan sjálfum tónleikum verður sýnt nýlegt viðtal við Mick Jagger þar sem hann kynnir tónleikana og veitir innsýn í mikilvægi þeirra fyrir sögu The Rolling Stones. The Rolling Stones: Some Girls, Live in Texas er hrá og kraftmikil tónleikamynd sem fangar sveitina eins og hún gerist hvað best. Auk laga af meistaraverkinu Some Girls koma einnig fyrir lög á borð við Honky Tonk Woman, Brown Sugar, Tumbling Dice og Jumpin' Jack Flash.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Skrifa gagnrýni
Senda inn

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn