Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

The Raid: Redemption 2011

(Serbuan maut)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 4. maí 2012

1 Ruthless Crime Lord. 20 Elite Cops. 30 Floors of Chaos.

101 MÍNIndónesíska
Rotten tomatoes einkunn 87% Critics
The Movies database einkunn 73
/100
The Raid hlaut áhorfendaverðlaunin á kvikmyndahátíðinni í Toronto og bæði áhorfendaverðlaunin og fyrstu verðlaun dómnefndar á kvikmyndahátíðinnni í Dublin.

Sérsveitarmaðurinn Rama hefur ásamt félögum sínum í sérsveitinni hefur fengið það verkefni að uppræta glæpahóp sem búið hefur um sig í stórri blokk þar sem höfuðpaurinn, sem nefnist Mad Dog, hefur hreiðrað um sig á efstu hæðinni. Sérsveitarmennirnir þurfa því að komast upp allar hæðirnar til að ná honum en vita ekki að Mad Dog hefur látið koma... Lesa meira

Sérsveitarmaðurinn Rama hefur ásamt félögum sínum í sérsveitinni hefur fengið það verkefni að uppræta glæpahóp sem búið hefur um sig í stórri blokk þar sem höfuðpaurinn, sem nefnist Mad Dog, hefur hreiðrað um sig á efstu hæðinni. Sérsveitarmennirnir þurfa því að komast upp allar hæðirnar til að ná honum en vita ekki að Mad Dog hefur látið koma fyrir vídeóvélum á hverri hæð og getur því auðveldlega séð hvar sveitin er hverju sinni. Og áður en lögreglumennirnir vita af hafa þeir verið innikróaðir ...... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Það er eitt sem ég fattaði þegar ég kom út af The Raid: Redemption. Allar aðrar hasarmyndir sem koma út í sumar munu líta út eins og slakar barnamyndir þegar kemur að combat atriðum. Þótt það sé kannski ekki gott talandi um þær en þetta er hinsvegar mjög stórt hrós fyrir The Raid. Ég verð bara að segja, þessi mynd hefur bestu slagsmálaatriði sem ég hef nokkurn tímann séð á ævinni. Hit-Girl hvað, bíddu þangað til þú sérð aðalkarakterinn í þessari. Liam Neeson getur alveg farið að passa sig. Samt ekki, röddin hans ein sigrar alla.

The Raid er fljót að byrja. Opnunaratriðið er rúm mínúta af aðalkallinum að æfa sig og tala við konuna sína og bamm, við erum komin aftan í sérsveitarbíl fullan af nýliðum. Myndin byrjar ekki beint með pomp og prakti og þið fattið alveg hvað ég meina í myndinni, ætla að sleppa að segja meira frá. En það sem ég elskaði við myndina er að hún er stöðugt á uppleið og er sífellt að toppa sig í brjálæðinu. Úúú og Aaa mómentin eru mörg og fólkið á forsýningunni ásamt manni sjálfum var oft að hrópa yfir því. Hvert einasta dráp er öðruvísi og svo var fullt af öðruvísi skemmtilegum og svolítið absúrd hlutum (ÍSSKÁPUR!) sem voru allt allt of nettir.

Þetta er klárlega með þeim hörðustu myndum sem til eru og hún er einnig alveg hrikalega skemmtileg. Myndin er fljót að fara í hasar en hann verður alltaf meiri, öfgakenndari (á besta hátt) og almennt grófari því lengri sem líður á myndina og hún nær hámarki í brjáluðu lokabardaga sem ég vildi að aldrei endaði. Myndin er líka mjög spennandi og nokkur atriði spilast út eins og hryllingsmyndaatriði. Sum atriði voru semsagt ótrúlega tense. Ekki oft sem spennuhasarmyndir ná því að vera í rauninni SPENNUmyndir en þessi nær því og miklu meira. Viljiði ekki bara gera ykkur greiða og drulla ykkur á þessa mynd? Þetta er mynd sem mun örugglega eiga sér sess á Topp 10 listanum árið 2012 hjá mér þrátt fyrir allt úrvalið sem er framundan og það er vegna þess að hún gerir svo margt rétt.

Sagan er frekar straight-forward og lýsir sér í titli myndarinnar en það er gefið smá bakgrunnur á nokkra karaktera. Ekkert spes en gefur myndinni kannski meira samhengi og flow. Svo eru talatriðin ekki nema 2, 3 (bara tal) svo ekki hafa áhyggjur af asnalegum línum (sem er mjög erfitt fyrir okkur að fatta þannig séð) og njótið þess að horfa á nánast non-stop hasarveislu sem hefur aldrei sömu taktana og slagsmál. Eins gott að þetta fólk geri fleiri myndir. Ég er allavega að fara að sjá þessa mynd oftar!

8/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Hröð og grimm
Enn og aftur eru asíubúarnir betri en við. Núna er það Tetris, stærðfræði og, nýjasti flokkurinn, hasarmyndir. Leikstjórinn/handritshöfundurinn, Gareth Evans, er kannski ekki asíubúi en það er greinilega ástæða fyrir því að hann kýs að vinna með þeim í stað hollywood. Expendables tók þá ákvörðun að troða eins mörgum þekktum nöfnum og hún gat í eina kvikmynd, og byggði svo hype-ið upp þaðan. Þessi hinsvegar gefur algjöran skít í stóru nöfnin og einblínir bara á ótrúlegan hasar, og shit hvað hann er klikkaður. Expendables, fokk jú! The Raid Redemption er Brúnó og þú ert Stebbi (þú veist, í ákveðnu atriði). Evans fær fullkomið frelsi til að gera hvað sem hann vill og það er greinilegt að maðurinn fær eitthvað út úr því að gera löng, flott og glæsilega uppsett bardaga atriði. Eitthvað sem Expendables kunni ekki að gera.

En svo ég hætti að bera þær saman í smá stund þá er The Raid langt frá því að vera gallalaus. Leikurinn er á punktum frekar stirður, enda greinilega ekki stórleikarar hér á ferð. Sub-plottið um að kona aðalkaraktersins sé ólétt er líka frekar tilgangslaust. En sem betur fer þá hættir maður alveg að hugsa um þetta þegar hasarinn byrjar. Það er langt síðan að ég hef séð mynd með svona glæsilega kameruvinnu þrátt fyrir rosaleg bardaga atriði. Hollywood hefur tekið upp á því að sýna allt í nærmynd þegar hörkutól eins og Jason Statham lemja vondu kallana, enda eru flestir hollywood leikarar ekki sérþjálfaðir í bardagalist. Evans hinsvegar sýnir áhorfendum allt sem er að gerast út frá glæsilega stilltum skotum. Engar hraðar klippingar og ekkert shaky cam, og best af öllu þá er ekki zoomað inn og út í öðru hverju skoti.

Það er dálítið brjálað að sjá mynd sem eyðir engum tíma í rugl og stekkur beint í hasarinn. Það eru svona max 15 mín í byrjun sem virka sem smá kynning, en restin er stanslaus hasar. The Raid er ekki nema 100 min og flæðir alveg ótrúlega vel, það koma atriði þar sem þig langar ekki einu sinni að blikka augunum, hasarinn er svo svaðalegur. Nokkur mjög sterk atriði koma þar sem hetjan okkar lúskrar á mjög mörgum í einu, ekki annað hægt að segja en að adrenalínið sé á fullu þá. En myndin er auðvitað oft á tíðum mjög langsótt þar sem hún snýst einfaldlega bara út á ofbeldi, og þegar þú ert með helling af vel þjálfuðum bardagamönnum þá viltu nýta þá til fulls. Það er ekki hægt ef að fólk deyr eftir eitt spark í höfuðið. Langsóttasta, en jafnframt flottasta, atriði myndarinnar er þegar ákveðinn Mad Dog berst við bræður í lokuðu herbergi. Mörg af þessum höggum hefðu auðvitað átt að drepa þá strax, en til að halda ofbeldinu gangandi er dregið aðeins úr raunveruleikanum. Þetta er auðvitað brjáluð hasarmynd, en ekki „raunverulegur“ þriller eins og Haywire tæknilega séð var.

Það þarf ekkert að nefna það að flestir karlmenn elska að horfa á slagsmál, og stundum bíla. En The Raid Redemption (hvað er málið með þetta „Redemption“ í titlinum?) inniheldur andskoti nóg af frábæru ofbeldi, sem er alltaf alveg ótrúlega vel skipulagt og tekið upp. Alls ekki slæm blanda, verst að fáir munu eflaust fara á þessa mynd. En þú lesandi góður, skalt drulla þér á hana þann 4. Mai!

8 / 10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn