Náðu í appið

The Pipe 2010

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 24. september 2011

Big Oil. Small Village.

80 MÍNEnska

Lögnin segir sögu þorpsbúanna í Rossport sem hafa barist við olíurisann Shell og írska ríkið. Gasfundur rétt utan við strönd þessa afskekkta þorps hefur leitt til einhverra alvarlegustu menningarárekstra Írlands í seinni tíð. Réttur bændanna yfir landi sínu, og fiskimannanna yfir miðunum, gengur gegn hagsmunum Shell. Þegar þorpsbúar leita réttar síns... Lesa meira

Lögnin segir sögu þorpsbúanna í Rossport sem hafa barist við olíurisann Shell og írska ríkið. Gasfundur rétt utan við strönd þessa afskekkta þorps hefur leitt til einhverra alvarlegustu menningarárekstra Írlands í seinni tíð. Réttur bændanna yfir landi sínu, og fiskimannanna yfir miðunum, gengur gegn hagsmunum Shell. Þegar þorpsbúar leita réttar síns komast þeir að því að ríkið hefur sett hagsmuni Shell ofar þeirra og lofað olíurisanum að leggja gaslögn um landið þeirra. Myndin fylgir þremur persónum um það leyti sem átökin standa sem hæst og segir þannig sögu samfélags sem greinir á um hvort sé mikilvægara: efnahagslegur ábati eða gamalreyndur lífsmáti sem hefur verið nær óbreyttur í margar kynslóðir.... minna

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn