Náðu í appið
Incendies
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Incendies 2011

Aðgengilegt á Íslandi

Frumsýnd: 27. maí 2011

The search began at the opening of their mother's will.

130 MÍNFranska
Rotten tomatoes einkunn 92% Critics
The Movies database einkunn 8
/10
The Movies database einkunn 80
/100
Tilnefnd til Óskarsverðlauna.

Myndin fjallar um ferð tvíbura til Mið-Austurlanda þar sem þau reyna að varpa hulunni af dularfullri fortíð móður sinnar sem er nýlátin, en það var síðasta ósk hennar á dánarbeði að þeir myndu grafast fyrir um uppruna hennar. Hin kanadíska Nawal Marwan er nýlátin. Þeir einu sem mega lesa erfðaskrá hennar eru tvíburar hennar, sem eru orðnir fullorðnir,... Lesa meira

Myndin fjallar um ferð tvíbura til Mið-Austurlanda þar sem þau reyna að varpa hulunni af dularfullri fortíð móður sinnar sem er nýlátin, en það var síðasta ósk hennar á dánarbeði að þeir myndu grafast fyrir um uppruna hennar. Hin kanadíska Nawal Marwan er nýlátin. Þeir einu sem mega lesa erfðaskrá hennar eru tvíburar hennar, sem eru orðnir fullorðnir, Jeanne og Simon Marwan, og vinur Nawal, Jean Lebel. Í erfðaskránni er ýmislegt óvenjulegt, þar á meðal tvö lokuð umslög, eitt sem tvíburarnir eiga að afhenda föður sínum og eitt sem þeir eiga að afhenda bróður sínum. Það sem er óvenjulegt við þetta er að þeir vita ekki betur en að faðir þeirra hafi látist mörgum árum áður í stríðsátökum í Mið-Austurlöndum, þar sem Nawal ólst upp og þeir vita ekki til þess að þeir eigi önnur systkini. Simon finnst þetta vera staðfesting á því að móðir þeirra hafi verið orðin klikkuð og hann vill ekkert gera með þessar óvenjulegu bónir. En Jeanne vill virða óskir móður sinnar, sem þýðir að hún þarf að finna föður sinn og hinn ókunna bróður. Verkefnið leiðir Jeanne í ferð til Mið - Austurlanda til að kynna sér fortíð móður sinnar, sem hún þekkir lítið til. Hún finnur ýmislegt sem bendir til ókyrrðar en margir sem þekktu móður hennar eða þekktu til hennar vilja ekki tala við Jeanne. Jeanne að lokum óskar eftir að Simon aðstoði hana og hann ákveður, með semingi þó, að koma líka til Mið-Austurlanda.... minna

Aðalleikarar

Svipaðar myndir


Gagnrýni

Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn