Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

A Very Harold 2011

(Harold )

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 9. desember 2011

Christmas comes prematurely

90 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 68% Critics
Rotten tomatoes einkunn 59% Audience
The Movies database einkunn 6
/10
The Movies database einkunn 61
/100

Það eru liðin sex ár frá því að þeir Harold og Kumar flúðu úr Guantanamo-fangabúðunum. Á þessum árum hafa þeir fjarlægst hvor annan verulega og um leið eignast nýja vini. Nú er jólahátíðin að ganga í garð og þótt þeir Harold og Kumar séu ekki beint trúaðir þá taka þeir að sjálfsögðu þátt í gleðinni, hvor á sinn hátt. Þegar dularfullur... Lesa meira

Það eru liðin sex ár frá því að þeir Harold og Kumar flúðu úr Guantanamo-fangabúðunum. Á þessum árum hafa þeir fjarlægst hvor annan verulega og um leið eignast nýja vini. Nú er jólahátíðin að ganga í garð og þótt þeir Harold og Kumar séu ekki beint trúaðir þá taka þeir að sjálfsögðu þátt í gleðinni, hvor á sinn hátt. Þegar dularfullur pakki, stílaður á Harold, birtist skyndilega á tröppunum hjá Kumar á aðfangadagskvöld ákveður hann að sjálfsögðu að koma honum til rétts viðtakanda. Á einhvern óskiljanlegan hátt verður þetta einfalda verkefni samt til þess að Kumar kveikir í verðlaunajólatré tengdaföður síns. Ljósi punkturinn er að tengdaforeldrarnir eru ekki heima og í stað þess að taka ábyrgð á gjörðum sínum ákveður Kumar að losa sig við brunarústirnar af verðlaunatrénu og finna nýtt tré áður en tengdó uppgötvar hvað hefur gerst. Og þar sem Harold átti pakkann sem olli „slysinu“ þá slæst hann auðvitað í för með sínum gamla félaga, för sem verður ævintýralegri en nokkurn getur grunað ... nema auðvitað þá sem hafa séð fyrri ævintýri þessara kostulegu kumpána.... minna

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn