Náðu í appið

Kvikmyndir um lífið í Gineu-Bissá 2010

109 MÍN

Hér segir frá lífi fólksins í þorpinu Endena á eyjunni Canhabaque sem er ein af eyjum í Bijago eyjaklasanum skammt undan strönd Gíneu-Bissá í Vestur-Afríku. Þar kveða siðir meðal annars á um að ungir menn verði að gangast undir vald öldunga þorpsins. Þetta felur í sér sérstaka vígsluathöfn og að henni lokinni segja þeir skilið við fjölskyldu sína.... Lesa meira

Hér segir frá lífi fólksins í þorpinu Endena á eyjunni Canhabaque sem er ein af eyjum í Bijago eyjaklasanum skammt undan strönd Gíneu-Bissá í Vestur-Afríku. Þar kveða siðir meðal annars á um að ungir menn verði að gangast undir vald öldunga þorpsins. Þetta felur í sér sérstaka vígsluathöfn og að henni lokinni segja þeir skilið við fjölskyldu sína. Í myndinni er einnig brugðið upp svipmynd af daglegu lífi fólks á eyjunni og baráttunni fyrir lífsviðurværi í þorpinu. Börn á Bijagos eyjunum Um er að ræða þrjár stuttar myndir um systurnar Juba og Bondia. Í fyrstu myndinni fylgjum við þeim þar sem þær sækja ferskt drykkjarvatn í lind sem sprettur fram í flæðarmálinu. Í annarri mynd veiða þær krabba á leirunum sem koma úr sjó á fjöru, en þar krafa þær smákrabba upp úr sandinum, en krabbarnir eru mikilvæg fæðubót fyrir fjölskylduna. Þá er stutt mynd um Jubu sem tekur sér sveðju í hönd og heldur út í skóg til að afla sér efnivið í nýtt strápils, en pilsið hnýtir hún úr berki greinanna sem hún heggur í skóginum. Í myndinni sjáum við hvernig pilsið verður til og hvernig hún að lokum fer í nýja pilsinu sínu og tekur þátt í hringdansi stúlknanna í þorpinu. Samtals báðar 67 mín. Dúi J. Landmark Landið sem gleymdist (42 mín) Þessi heimildamynd segir frá því þróunarstarfi sem UNICEF á Íslandi hefur unnið í Gíneu-Bissá í Vestur-Afríku í samvinnu við íslensk fyrirtæki og almenning. Myndin segir frá daglegu lífi og aðstæðum barna í landinu, þeirri þörf sem er fyrir þróunaraðstoð og starfinu sem verið er að vinna til að gera líf íbúa þessa fátæka lands léttbærara. Myndin var tekin upp í Gíneu-Bissá á árinu 2005. Myndin sýnir vel hvernig fólk reynir að draga fram lífið þrátt fyrir erfiðar aðstæður. ... minna

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn