Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

Four Rooms 1995

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Twelve outrageous guests. Four scandalous requests. And one lone bellhop, in his first day on the job, who's in for the wildest New year's Eve of his life.

98 MÍNEnska

Myndin er samvinnuverkefni fjögurra ungra kvikmyndagerðarmanna, en hver þeirra leikstýrir sínum hluta af þessari gamanmynd. Það er gamlárskvöld á Mon Signor hótelinu, sem er fyrrum glæsilegt Hollywood hótel, sem má muna sinn fífil fegri. Í myndinni er fjallað um afglapahátt og óheppni vikapiltsins Ted. Á fyrsta degi hans í vinnunni þá er hann beðinn um... Lesa meira

Myndin er samvinnuverkefni fjögurra ungra kvikmyndagerðarmanna, en hver þeirra leikstýrir sínum hluta af þessari gamanmynd. Það er gamlárskvöld á Mon Signor hótelinu, sem er fyrrum glæsilegt Hollywood hótel, sem má muna sinn fífil fegri. Í myndinni er fjallað um afglapahátt og óheppni vikapiltsins Ted. Á fyrsta degi hans í vinnunni þá er hann beðinn um að aðstoða nornir á nornasamkomu í brúðarsvítunni. Hlutirnir flækjast þegar hann fer með ísmola í vitlaust herbergi og endar í rifrildi á versta tíma. Næst þá samþykkir hann í einfeldni sinni að passa krakka glæpamanns á meðan hann bregður sér í burtu. Að lokum, þá endar hann kvöldið sem dómari í hræðilegu veðmáli. ... minna

Aðalleikarar


Skemmtilagasta mynd sam að ég hef séð, (orðið soldið langt síðan) og dreg ég hvergi á land með það. Robert Rodriquez og Quentin Tarantino eru hér að leikstýra þessari, ásamt tveim öðrum, en leiðir þeirra lágu saman í Desberato ásamt Antonio Banderas, sem er að leika hér harðan húsbónda og föður sem er sjarmatröll. Sammi Davis er að leika þennan fyndnasta karakter sem að maður hefur séð í langan tíma. Hann er vel siðblindur og illa kurteis sem vikapiltur sem að allt virðist ætla að ganga á afturfótunum hjá eitt gamlárskvöld. Flakkar hann á milli herbergja þar sem að hann mætir allskonar kinlegum kvistum sem að eru mest allt frægir leikarar sem að virðast fá að ganga með lausann tauminn framan við myndavélina. Allur leikur er afslappaður og passar það vela saman við humorinn sem að er næstum í hverjum ramma. Það er eins og þetta sé uppfærsla af leikriti uppi á sviði, þar sem að alltaf virðist allur leikur vera ofleikinn, en það er eitt af höfuðeinkennum myndarinnar. Maður býst ekki við að móttakan á hóteli sé svona kuldaleg og einföld, sérstaklega þar sem að það er gamlárskvöld, en þá fá starfsmenn hótela einmitt hvað mestan aurinn af því að þeir missa af öllu fjörinu. Óþarfi er að taka fram að fyndnustu atriði myndrarinnar eru án efa þau þar sem að hann þarf að færa kampavín upp í eitt herbergjanna og endar á því að passa tvo uppvöðlusama krakka sem að eru með lík krakkhóru undir rúminu, án þess að vita af því. Svo er það í lokaherberginu þar sem að fína fólkið í myndinn er saman komið og er að reyna að brjóta upp hversdagsleikann með smá spennandi veðmáli, sem að allir vita hvernig fer. Erfitt verk hlýtur það að vera að láta 100 mínútna mynd sem að gerist bara í fjórum herbergjum, en þar kemur Q.T til skjalana og reddar málunum (ég held það allavegana).
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd(ásamt Big Lebowski) er einfaldlega langfyndnasta mynd sem ég hef séð. Tim Roth fer á svo miklum kostum að 1/3 væri nóg. Fyrsti hlutinn af fjórum sögunum er slappastur en eftir það er maður í stökustu vandræðum með að hemja hláturtaugarnar. Það eru ótrúlega margir aukaleikarar í þessari mynd og má þar nefna Bruce Willis,Antonio Banderas,Madonna og margir fleiri. Ef þú átt eftir að sjá þessa ráðlegg ég þér að láta hana hafa forgang.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd er mjög einstök því hún er eiginlega í fjórum pörtum og það sem allar þessar partar hafa sameiginlegt: Þetta á eftir að verða versta nýárskvöld fyrir Ted, hótelþjón sem að er að vinna einn þarna á hótelinu.

1. Fyrsti hluti gerist inni í herbergi hjá nornum sem eru að reyna að vekja gyðjuna Diane sem hafði dáið í þessu herbergi.

2. Næst erum við inni í herbergi þar sem hjón taka Ted sem gísl og hann er í aðstæðum sem hann vildi helst ekki vera í.

3. Svo í þriðja hlutanum eru það Vandræðagemlingarnir sem Ted þarf að passa en þær aðstæður sem hann lendir í í þessum hluta eru þær fyndnustu sem eru í myndinni.

4. Og þá er það síðasta herbergið sem að Chester Rush, frægur leikstjóri, býr í. Þá mana þeir félagar Chesters og Chester sjálfur Ted til að taka þátt í smá leik sem að gjörsamlega endar með þvílíkt rugluðum afleiðingum.

Þessi mynd er ein fyndnasta og frumlegasta gamanmynd sem maður hefur séð lengi. Tim Roth leikur Ted hótelþjóninn og leikur hann af þvílíkri snilld. Svo er fullt af frægum leikurum sem koma fram í þessari mynd, svo sem Madonna, Antonio Banderas, Quinten Tarantino, Bruce Willis, Lily Taylor og fullt af öðrum góðum leikurum. Ég held ég sé búin að sjá þessa mynd svona 20 sinnum og alltaf fundist hún jafn fyndin. Ef þið takið nýja spólu takið þessa með sem gamla fríspólu. Hún er algjört meistaraverk.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Snilldar grínmynd fjagra leikstjóra á meðal þeirra eru Quentin Tarantino og Robert Rodriguez. Myndin fjallar um Ted the bellhop leikinn af Tim Roth sem er einn á vakt í hóteli á gamlárskvöld og er þetta fyrsti dagurinn hans í vinnunni. Myndin er kölluð Four Rooms því að atriðin mest gerast í fjórum herbergjum. (Smá spoiler). Fyrsta herbergið er urmfull af nornum sem eru að reyna að vekja upp frá dauðum eina gamla norn. Leikararnir þar eru allir þekktir í dag: Madonna, Lone Skye, Lily Taylor og fleiri. Í öðru herbergi er hjónarifrildi á hæsta stigi. Í þriðja og því besta The Misbehavers það langbesta um krakka sem er hátoppur myndarinnar (Ég lá í hláturskast restina af myndinni). Má minna að krakkarnir í Spy Kids myndunum eru byggðar á krökkunum í þessari mynd. Í því kemur Antonio Banderas í gestahlutverk. Í fjórða er um fræga klikkaða leikara sem orðnir eru leiðir á að vera á toppnum. Þar koma fram: Quentin Tarantino og Bruce Willis. Frumlega snilldarmynd sem brást mér ekki. Myndin er urmfull af frægum og góðum leikurum og heldur Tim Roth myndinni fljótandi með sínum frábæra leikara hæfileika og fjölbreyttum persónuhæfileika.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Býsna frumleg mynd sem gerist á gamlárskvöld. Vikapiltur einn er að mæta á sína fyrstu vakt hjá stóru hóteli, er ekki vel settur inn í starfið og hefur eiginlega ekki hugmynd um hvernig hann á að gera nokkuð. Hann lendir í ýmsum misskemmtilegum uppákomum, nornum, klikkuðum byssumanni, ælu, er stunginn með sprautunál - notaðri - finnur lík og fer í "Zippóleik" sem kannski einhverjir kannast við úr Alfred Hitchcock-þáttunum gömlu. Heilt bílhlass af góðum leikurum, fjórir leikstjórar, einn í hverjum þætti, ásamt skemmtilegu handriti, gera þessa mynd alveg bráðskemmtilega og mæli ég eindregið með henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn