Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Svipaðar myndir


Gagnrýni (1)
Skemmtileg en ekkert nýtt 
The Lincoln Lawyer fjallar um Mick Haller, lögfræðing sem er mjög góður í sínu starfi en notar alltaf einhver brögð til að vinna eða sætta mál. (Smá spoiler í næstu setningum) Nýjasta málið hans snýst í kringum Louis Roulet sem er talinn hafa barið konu og meitt hana alvarlega og hótað henni öllu illu. Mick Haller tekur að sér starfið en lendur í miklum vandræðaleikum þegar hann uppgötvar tengsl málsins við gamalt mál sem hann vann að.
Matthew McConaughey er frábær sem lögfræðingurinn sem er alveg svakalegur góður með sjálfan sig. Leikhópurinn er virkilega fínn og hjálpar myndinni talsvert. William H. Macy er skemmtilegur sem félagi McConaugheys (þannig séð) og líka fyndinn sem dregur úr alvarleika myndarinnar sem er virkilega fínt og bætir skemmtanagildið. Hinsvegar er lítið um húmor í seinna helmingnum en það er alls ekki slæmur hlutur því þar er spennan yfirgnæfandi.
Handritið er ágætt en alls ekkert nýtt, bara það sama aftur, týpískt lögfræðingadrama og endirinn alveg fyrirsjáanlegur í miðju myndarinnar með nokkrum litlum twistum inn á milli. Tónlistin er vel valin og Steady-cam kvikmyndatakan gefur myndinni meiri raunsæi því maður er alveg inní atburðarrásinni.
7/10
Mjög fín mynd með frábærum frammistöðum en því miður mjög fyrirsjáanlega plotti. Fínasta skemmtunin samt.

The Lincoln Lawyer fjallar um Mick Haller, lögfræðing sem er mjög góður í sínu starfi en notar alltaf einhver brögð til að vinna eða sætta mál. (Smá spoiler í næstu setningum) Nýjasta málið hans snýst í kringum Louis Roulet sem er talinn hafa barið konu og meitt hana alvarlega og hótað henni öllu illu. Mick Haller tekur að sér starfið en lendur í miklum vandræðaleikum þegar hann uppgötvar tengsl málsins við gamalt mál sem hann vann að.
Matthew McConaughey er frábær sem lögfræðingurinn sem er alveg svakalegur góður með sjálfan sig. Leikhópurinn er virkilega fínn og hjálpar myndinni talsvert. William H. Macy er skemmtilegur sem félagi McConaugheys (þannig séð) og líka fyndinn sem dregur úr alvarleika myndarinnar sem er virkilega fínt og bætir skemmtanagildið. Hinsvegar er lítið um húmor í seinna helmingnum en það er alls ekki slæmur hlutur því þar er spennan yfirgnæfandi.
Handritið er ágætt en alls ekkert nýtt, bara það sama aftur, týpískt lögfræðingadrama og endirinn alveg fyrirsjáanlegur í miðju myndarinnar með nokkrum litlum twistum inn á milli. Tónlistin er vel valin og Steady-cam kvikmyndatakan gefur myndinni meiri raunsæi því maður er alveg inní atburðarrásinni.
7/10
Mjög fín mynd með frábærum frammistöðum en því miður mjög fyrirsjáanlega plotti. Fínasta skemmtunin samt.
Tengdar fréttir
07.03.2015
Cranston fær Bratt í Flugumanninn
03.08.2012
Grípandi geðveiki og sótsvartur húmor