Runner Runner
2013
(Runner, Runner)
Frumsýnd: 27. september 2013
Enska
7% Critics
33% Audience
36
/100 Þegar námsmaðurinn Richie Furst tapar öllu í netpóker fær
hann grun um að svindlað hafi verið á honum og ákveður að
hitta eiganda pókersíðunnar augliti til auglitis.
Justin Timberlake leikur hér stærðfræðiséníið Richie Furst sem
hefur hug á að stunda nám við Princeton-háskóla en hefur ekki
efni á því. Til að freista þess að fjármagna námið... Lesa meira
Þegar námsmaðurinn Richie Furst tapar öllu í netpóker fær
hann grun um að svindlað hafi verið á honum og ákveður að
hitta eiganda pókersíðunnar augliti til auglitis.
Justin Timberlake leikur hér stærðfræðiséníið Richie Furst sem
hefur hug á að stunda nám við Princeton-háskóla en hefur ekki
efni á því. Til að freista þess að fjármagna námið hefur hann að
undanförnu spilað póker á netinu og orðið nokkuð ágengt.
En lukkan snýr við honum bakinu eins og hendi væri veifað þegar
hann tapar öllu í spili sem hann telur að hann hefði átt að vinna.
Um leið fer hann að gruna að tapið hafi ekki verið nein tilviljun
heldur hafi verið svindlað á honum.
Til að komast að hinu sanna ákveður Richie að fara til Kosta Ríka
og hitta manninn sem stendur á bak við netpókersíðuna. Sá heitir
Ivan Block (Ben Affleck) og reynist sannarlega vera úlfur í sauðargæru.
Þegar alríkislögreglan blandast í málið áttar Richie sig á því
að hann er kominn á milli steins og sleggju og ef hann ætlar að
lifa af þarf hann að koma með krók á móti bragði ...... minna