Náðu í appið
Öllum leyfð

The Rescuers Down Under 1990

77 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 72% Critics
The Movies database einkunn 70
/100

Cody, níu ára gamall drengur frá Mugwomp Flats bregst við neyðarkalli vegna gullins risaarnar að nafni Marahute. Hann frelsar hana úr prísund, og eignast vináttu fuglsins í staðinn. En Cody er fljótlega eftir þetta rænt af hinum morðóða veiðiþjóf Percival McLeach, sem vill veiða örninn, sem er mjög sjaldgæfur og í útrýmingarhættu. Í óðagoti þá sendir... Lesa meira

Cody, níu ára gamall drengur frá Mugwomp Flats bregst við neyðarkalli vegna gullins risaarnar að nafni Marahute. Hann frelsar hana úr prísund, og eignast vináttu fuglsins í staðinn. En Cody er fljótlega eftir þetta rænt af hinum morðóða veiðiþjóf Percival McLeach, sem vill veiða örninn, sem er mjög sjaldgæfur og í útrýmingarhættu. Í óðagoti þá sendir músin Cody örvæntingarfullt neyðarkall til björgunarsveitar í New York, sem lætur sína bestu útsendara í málið, Miss Bianca og Bernard. Albatrossinn Wilbur sér um að koma þeim á leiðarenda, og í Ástralíu hitta þau tengilið sinn kengúrurottuna Jake. Saman þurfa þau nú að finna Cody, stöðva McLeigh og bjarga Marahute.... minna

Aðalleikarar

Bæting frá fyrri myndinni á alla vegu
Framhaldsmyndir hjá Disney eru aldrei góðar. Ekki nóg með það að engin af þeim er svipað góð og upprunalega myndin, heldur sér maður líka augljóslega að miklu minni vinna lögð í þær í sambandi við útlit, tónlist, raddleik og handrit. Fyrir mér eru aðeins 3 framhaldsmyndir sem ég get annað hvort kallað góðar eða í lagi. Þær sem eru í lagi eru framhaldsmyndir Aladdin (Jafar Returns og King of Thieves), ég lít ekki á Fantasia 2000 sem framhaldsmynd og sú eina af öllum myndunum sem mér finnst vera betri en upprunalega myndin er The Rescuers Down Under.

Að mínu mati var fyrsta myndin rosalega mikið meh. Óáhugaverðir karakterar (hvort sem þeir voru góðir eða illir) slappt útlit og rosalega gleymd lög. Þessi mynd bætir allt af þessu, fyrir utan lög, enda hefur hún engin, en það hefði passað hræðilega í þessari mynd. Bob Newhart og Eva Gabor snúa aftur til að tala fyrir aðalmýsnar í myndinni, Bernand og Bianca. Ekki nóg með það að þau standa sig alveg jafn vel núna og fyrir 13 árum, þá er sambandið þeirra miklu betur gert. Það koma fyrir hindranir á milli þeirra sem er miklu trúverðugra. Hliðarsöguþráðurinn um að Bernard vill biðja Bianca passaði mjög vel við atburðarásina. Yfir heild var þetta miklu betra par. George C. Scott (sem ég man alltaf eftir fyrir að hafa eina af skemmtilegustu frammistöðum sem ég hef séð í Dr. Strangelove) er líka mjög góður sem McLeach og kemur þar að auki með bestu línuna í myndinni (“I didn't make it all the way through third grade for nothing!”) en karakterinn er ekkert sérstakur samanborið við mörg önnur illmenni frá þessum tíma. Aðrir karakterar í þessari mynd gera líka sitt gagn hvort sem það er fyndni eða eitthvað tengt söguþræðinum.

Ég get reyndar ekki sagt mikið um þessa mynd þannig að ég ætla að tala um þrjá bestu kostina við myndina. Fyrsti kosturinn er að húmorinn í henni er miklu betri en ég átti von á. Vanalega eru það sérkarakterar sem koma með hláturinn en ekki núna (þrátt fyrir að Wilbur gerir lítið annað).

Annar kosturinn er útlitið á myndinni. Að sjá óbyggðir Ástrálíu á þennan hátt var ótrúlega flott. Sérstaklega í byrjuninni þegar strákurinn Cody fer ofan á örnin sem flýgur með hann. Og út alla myndina er útlitið næstum jafn áhugavert að horfa á og sagan sem myndin er að sýna (hefði sagan verið jafn mikið miðjumoð og fyrri myndin hefði ég áreiðanelga bara horft á útlitið).

Þriðji kosturinn er að ég virði ótrúlega mikið fólk sem sýnir metnað og vinnu þegar kemur að framhaldsmynd, enda jafnast þær sjaldan á við fyrri myndrnar, og ennþá sjaldnar að þær séu betri en fyrri myndin, og ennþá sjaldnar að þær séu betri á alla hætti heldur en upprunalega myndin. The Rescuers Down Under nær öllu af þessu og er ein af mjög fáum teiknimyndum sem toppa fyrstu myndina (eins og er man ég bara eftir Toy Story 2 og 3). Þrátt fyrir að hafa sama galla og hin myndin að barnið getur talað við dýrin, og að í einu atriði í þessari mynd getur Bernard ráðið við villisvín, þá er hún samt vanmetnasta Disney-myndin. Það er synd að hún kom á þessum tíma, á milli The Little Mermaid og Beauty and the Beast.

7/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

15.10.2019

Óendanlega mikið efni á Disney+

Ný streymisveita Disney afþreyingarrisans fer brátt í gang, og nú er orðið ljóst hvað boðið verður upp á í veitunni, en um er að ræða gríðarlegt magn af efni. Sagt er frá þessu á vef Gizmodo. Um helgina birti fyrirtækið stutta kitlu á Twitter, þar sem stiklað var á stóru, og sagt frá einhverjum af þeim kvikmyndum og sjónvarpsþáttum sem í boði verða. Þar er ekki eingöngu um nýtt og frumsamið efni eins og geimvestrann The Mandalorian að ræ...

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn