Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Heimildarmynd um kínverska fjölskyldu sem er hálf klofin vegna fjarlægðar frá vinnustað og heimili. Foreldrarnir í stórborginni og börnin og amman heima í sveitinni, svo langt í burtu að þau hittast bara einu sinni á ári, eða á kvínverska nýárinu. Lífið er þeim algjörlega óbærilegt ef ekki er hægt að hittast um þessa hátíð og því er barist hart um síðustu lestarmiðana út úr borginni. En þegar heim er komið hefur fjarlægðin verið þeim dýrkeipt. Stelpan þeirra hefur ekki jafn sterk tilfinningaleg tengsl við þau og þau hefðu viljað. Við fylgjumst með þeim í nokkur ár og í hvert sinn sem þau ætla að taka lestina heim virðist örtröðin verða meiri og meiri.
Kvikmyndagerðamennirnir ná að sýna það sem virðist vera mjög raunveruleg mynd af fjölskyldunni og oft ótrúlega persónulega atburði. Atriðin á lestarstöðinni eru rosalega mögnuð og draga fram gamlar minningar um erfið ferðalög. Vinnustaðurinn þeirra er eitthvað sem ég mundi ekki láta bjóða mér og vistarveran í borginni líkist fangabúðum.
Mynd sem á vel skilið áhorf þeirra sem hafa áhuga á erfiðum aðstæðum í Kína.