Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

Going the Distance 2010

Frumsýnd: 17. september 2010

A comedy about meeting each other halfway.

102 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 54% Critics
The Movies database einkunn 51
/100

Rómantísk gamanmynd um strák og stelpu sem reyna að halda ástinni á lífi, þó þau búi í sitthvorri borginni, Chicago og Los Angeles, og ferðist á milli til að hittast.

Aðalleikarar

Besta deit-myndin sem ég hef séð í ár
Ég verð að segja að rómantísk gamanmynd hefur ekki komið mér svona mikið á óvart í hlægilega langan tíma. Oftast reyni ég að dæma ekki bíómyndir of mikið fyrirfram en eitthvað var ég merkilega óspenntur fyrir þessari áður en ég sá hana. Plakatið virtist anga af klisju og titillinn þótti mér alveg merkilega þurr. Ég bjóst við einhverri amerískri dúnmjúkri klisjumynd í líkingu við The Proposal en fékk í staðinn eitthvað meira líkt (500) Days of Summer, sem ég hreinlega dýrka. Going the Distance er ekki eins mikil indí-mynd og Summer, og heldur ekki eins köld og minnisstæð, en hún er geysilega heillandi, tussufyndin og raunsæ. Hún er líka almennt fersk og heldur þvílíkt góðum dampi þökk sé góðu handriti. Svo er ómögulegt að verða ekki pínu ástfanginn af skjáparinu.

Justin Long og Drew Barrymore selja hrifningu sína gagnvart hvor öðru alveg fullkomlega. Ég veit ekki hvort það sé bara díalógurinn sem lætur þau virka vel eða sú staðreynd að þau hafa í alvörunni verið saman. Mér er svosem sama, því eina sem ég veit er að ég hélt upp á þau sem par (þá meina ég í myndinni) allan tímann. Long er einn af viðkunnanlegustu leikurum starfandi í dag og Barrymore undirstrikar það enn og aftur að hún verður betri leikkona með aldrinum. Mér hefur samt alltaf líkað við hana í svona hlutverkum, enda er ég einn af fáum sem fannst Fever Pitch vera fín rómantísk gamanmynd, og reyndar Music & Lyrics líka. Í þessari mynd stíga þau ekki feilspor og svínvirka bæði í hjartnæmum atriðum og vandræðalegum. Það er undarlega mikið af báðum gerðunum hérna. Vandræðalegu atriðin eru samt aldrei jafn þvinguð og þau hefðu getað orðið, og í langflestum tilfellum eru þau afar fyndin. Meira að segja aukaleikarnir sögðu eða gerðu ýmislegt fyndið, og ef hliðarpersónur skilja eitthvað smátt eftir sig í svona myndum þá er um gott efni að ræða.

Going the Distance er ekki bara mynd sem ég ætla að mæla með, heldur segi ég að það sé skylda að sjá hana ef þú ert að leita að deit-mynd. Hún nær að svínvirka sem amerísk "feel-good" mynd en samt þræðir hún köldum raunveruleikanum svo vel inn í söguna. Alvarlegasti gallinn er hvað hún er stundum klisjukennd og fyrirsjáanleg, en miðað við rómantíska gamanmynd kemur hún ansi oft á óvart líka og ég myndi segja að það bæti upp fyrir þónokkuð margt. Ég man allavega ekki hvenær ég gat seinast sagt að eitthvað hafi gerst í mynd af þessum geira sem ég átti ekki von á.

8/10
Strákar: Ef kæró á það inni hjá ykkur að glápa með sér á stelpumynd (kannski hún vilji hefna sín eftir að þú dróst hana á The Expendables), í guðs bænum látið hana velja þessa! Þið sjáið hvorug eftir því.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn