Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Solomon Kane 2009

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 24. september 2010

Fight evil... With evil.

104 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 69% Critics
The Movies database einkunn 48
/100

Fyrrum málaliði Elísabetar l Bretadrottningu í stríði við Spánverja í Afríku, hittir fyrir útsendara djöfulsins sem vill fara með hann beint til helvítis. Hann sleppur naumlega undan útsendaranum, og leitar endurlausnar með því að afneita ofbeldi og bæta þannig fyrir fyrri syndir sínar með friðsömu lífi. Þetta breytist þó þegar prestur sem hefur breyst... Lesa meira

Fyrrum málaliði Elísabetar l Bretadrottningu í stríði við Spánverja í Afríku, hittir fyrir útsendara djöfulsins sem vill fara með hann beint til helvítis. Hann sleppur naumlega undan útsendaranum, og leitar endurlausnar með því að afneita ofbeldi og bæta þannig fyrir fyrri syndir sínar með friðsömu lífi. Þetta breytist þó þegar prestur sem hefur breyst í særingamanninn Malachi, rænir stúlku og myrðir fjölskyldu hennar á hrottalegan hátt fyrir framan stúlkuna. (hann slátarar einnig ástkærum yngri bróður stúlkunnar sem var vinur Salomons). Þessir atburðir verða til þess að Solomon finnur sig knúinn til að taka vopnin af hillunni og beita ofbeldi að nýju, til að bjarga stúlkunni. Meðal þess sem hann þarf að gera er að snúa aftur til fæðingarbæjar síns og hitta þar fyrir eldri bróður sinn Marcus sem hann (í æsku) slasaði óvart og skildi eftir til að deyja. Marcus er nú orðinn miskunnarlaus liðsmaður Malachi.... minna

Aðalleikarar


Solomon Kane er blanda af bardagamynd og hrollvekju. Gerist á sautjándu öld þegar paranoian varðandi nornir og djöfladýrkun stóð sem hæst nema bara hér er þetta engin paranoia. Þetta er ágætlega skrifuð saga en myndin tæpast í samræmi við það. Hún verður aldrei nógu spennandi þrátt fyrir að tilgangurinn sé að byggja upp spennu og einnig er myndin illa leikin, persónurnar fá aldrei neina dýpt og eru allar óeftirminnilegar nema fyrirbærin sem passa inn í drullulega myndatökuna. Solomon Kane er fín til að sjá einu sinni, handritið ekki alslæmt og góðar tæknibrellur en myndin skilur ekkert eftir sig. Tvær stjörnur frá mér.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Djöfullinn á móti guð
Okey, ég og vinur minn fórum á Solomon Kane í gær (25.09.10) og við skemmtum okkur vel.

Spoiler Begins !

Myndinn byrjar árið 1600 og í afríku. Þar er hann að leita af kongi af ríkinu þar, en endar með að hitta Reaper djöfullsins sem segir að hann er kominn til að hirða sál hans þars sem hann er búin að siðga alltof mikið en sleppur naumlega

síðan ári síðar er hann búin að gefast upp á öllu ofbeldi og vildi fá betra líf með friði, en endar með því að hann þarf að gera nýjan samning, en í þetta skipti við guð, ef að hann mun bjarga dóttur vinar sins munn sál hann vera set til friðar og endar með þvi að lenda í bardaga við skrímsli frá hel.

Spoiler Ends!

Svo til að fara yfir basic .... Mér fannst VEL gert hjá tæknibrellum, enda flottar brellur eins og í endanum (Vel má ekki segja, vill ekki eyðileggja hana)

En síðan er líka skipting á því ekki svo spes, en mjög vel gert

Nú leikaraval, mér fannst það alls ekki mjög spes, soldið leiðinlegur aðalleikari og aukahlutverk, meira svona fyrir tæknibrellumynd.

Tónlist fær 4.5-5 af 10 mögulegum en ég gef myndinni sjálfur 7 hefði gefið 8 hefði þetta verið með betri leikurum
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

04.10.2010

Algjör Sveppi enn vinsælastur á Íslandi

Fjórðu helgina í röð eru Sveppi og félagar vinsælastir meðal íslenskra bíógesta, en það stóð tæpara nú en áður. Tæplega 3.500 manns fóru á Algjör Sveppi og dularfulla hótelherbergið, en það var aðeins um 500 fle...

27.09.2010

Algjör Sveppi enn vinsælust á Íslandi

Vinsældir þrívíddarævintýramyndarinnar íslensku, Algjör Sveppi og dularfulla hótelherbergið, virðast engan endi ætla að taka. Þriðju helgina í röð er hún aðsóknarmest allra mynda á Íslandi og slær burt keppinautan...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn