Náðu í appið

Cool Runnings 1993

Aðgengilegt á Íslandi

One dream. Four Jamaicans. Twenty below zero.

98 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 76% Critics
The Movies database einkunn 7
/10
The Movies database einkunn 60
/100
Vann Golden Screen verðlaunin í Þýskalandi og tilnefnd í flokki fjölskyldumynda á Young Artist Awards.

Irving Blitzer svindlaði þegar hann setti auka lóð á bobsleða liðsins síns á Olympíuleikunum, sem varð til þess að gullverðlaunin voru tekin af honum og hann rekinn heim með skömm. Mörgum árum síðar þá nær Derice Bannock, sonur fyrrum vinar Irvings, ekki Ólympíulágmarkinu í 100 yarda spretthlaupi, vegna bjánalegs slyss. En þegar hann heyrir að Irving... Lesa meira

Irving Blitzer svindlaði þegar hann setti auka lóð á bobsleða liðsins síns á Olympíuleikunum, sem varð til þess að gullverðlaunin voru tekin af honum og hann rekinn heim með skömm. Mörgum árum síðar þá nær Derice Bannock, sonur fyrrum vinar Irvings, ekki Ólympíulágmarkinu í 100 yarda spretthlaupi, vegna bjánalegs slyss. En þegar hann heyrir að Irving Blitzer býr á Jamaica eins og hann, þá ákveður Derice að fara samt á Óympíuleikana, og fyrst hann kemst ekki sem hlaupari, þá sem bobsleðamaður. Eftir byrjunarörðugleika þá er fyrsta jamaíska bobsleðaliðið búið til og stefnan sett á Vetrarólympíuleikana í Calgary í Kanada. Í frostkuldanum þar nyrðra er hlegið að þeim Derice, Sanka, Junior og Yul, þar sem enginn tekur bobsleðalið frá Jamaica, sem er auk þess með svindlara sem þjálfara, alvarlega. En liðsandinn og heilbrigt sjálfstraust gæti orðið til þess að þeir eigi eftir að koma á óvart á leikunu. ... minna

Aðalleikarar

Svipaðar myndir


Gagnrýni (3)


Ég sá myndina Cool Runnings fyrir stuttu og ég bjóst við bara ágætri venjulegri gamanmynd, og það var rétt hjá mér þetta var bara ágæt venjuleg gamanmynd að mínu mati. Þessi mynd fjallar einfaldlega um fjóra náunga sem ætla að reyna að komast á vetrartólympíuleikana og keppa í bobsleigh keppni og þjálfarinn þeirra er leikinn af John Candy. Það er þannig keppni sem að fjórir menn eru á sleða á ís og renna eftir ísbraut. Þessi mynd er svoldið fyrirsjáanleg og stutt samt er hún 98 mínútur enn samt er svoldið stutt. Oftast eru svona Disney myndir, ekki teiknimyndir heldur svona nýlegar Disney myndir fyrirsjáanlegar, eins og myndin Snow Dogs, ég gef þessari mynd tvær stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd er alveg mögnuð, hversu fyndið er það að fjórir dökkir menn frá Afríku, séu að keppa í bobsleigh keppni, sem er keppt á ís. John Candy er fínn í myndinni og hinir fjórir fræknu eru að standa sig mjög vel í myndinni. Mörg fyndin atriði eru í myndinni og myndin er bara besta skemmtun. Ef þig langar að leigja þér eina gamla og góða, þá er Svalar ferðir alveg málið!!!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þræl skemmtileg mynd. Ég horfði á hana fyrst á breiðtjaldi í flugvél og skemmti mér konunglega eins og flestir aðrir um borð í rellunni. Candy heitinn var sérlega skemmtilegur leikari og klikkar ekki hér. Taktu þessa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sjá allar gagnrýnir
Skrifa gagnrýni
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn