Náðu í appið
Bönnuð innan 9 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

Date Night 2010

(Broken Date, Crazy Night)

Justwatch

Frumsýnd: 9. apríl 2010

One ordinary couple. One little white lie.

88 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 67% Critics
The Movies database einkunn 56
/100

Claire og Phil Foster eru hjón og búa í úthverfum New York. Líf þeirra er fremur tilbreytingarlaust og leiðinlegt. Meira að segja eru "stefnumótakvöldin" þeirra í bíó og úti að borða, fremur þurr og tilbreytingarlaus. Til að vekja aftur upp neistann í sambandinu skella þau sér á vinsælt bistro í Manhattan þar sem misskilningur verður þess valdandi að... Lesa meira

Claire og Phil Foster eru hjón og búa í úthverfum New York. Líf þeirra er fremur tilbreytingarlaust og leiðinlegt. Meira að segja eru "stefnumótakvöldin" þeirra í bíó og úti að borða, fremur þurr og tilbreytingarlaus. Til að vekja aftur upp neistann í sambandinu skella þau sér á vinsælt bistro í Manhattan þar sem misskilningur verður þess valdandi að þau lenda í óvæntum ævintýrum. Nú sjá þau hvað það var sem laðaði þau hvort að öðru þegar þau þurfa að takast á við spilltar löggur, mafíuforingja og klikkaðan leigubílstjóra m.a.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Líflaust deit
Ég er mikill aðdáandi Tinu Fey og finnst hún vera alveg einstaklega skemmtileg. Steve Carrell getur verið frábær á góðum degi og þá aðallega þegar hann ofleikur ekki. Guði sé lof fyrir það að þessar tvær manneskjur náðu eins vel saman á skjánum og þær gerðu, því Date Night er mestmegnis slátruð af ljótum stíl, þurru gríni og afar metnaðarlausri leikstjórn. Ég kenni að sjálfsögðu leikstjóranum Shawn Levy um það að sjúga allt lífið úr efni sem hefði getað orðið miklu fyndnara. Levy hefur hægt og rólega í gegnum tíðina öðlast gríðarlegt hatur frá mér. Ég held að ég sé búinn að sjá allar myndirnar hans og flestar þeirra eru annaðhvort ömurlegar eða bullandi miðjumoð... eins og Date Night (sem gerir hana að einni bestu mynd Levys, býst ég við).

Leikararnir eru góðir jú, en að megnu til er handritið bara alls ekki fyndið. Ég er jafnvel meira sannfærður um að Carrell og Fey hafi náð að bjarga hlutverkum sínum með miklum spuna. En þó svo að þau hafi reynst hörkufín saman og átt góða spretti þá er fyndnasta senan án nokkurs vafa í höndum Marks Wahlberg. Það fyndna við hann er einmitt það að hann gerir ekki neitt nema að sitja/labba um í engri skyrtu, og einhvern veginn breytist það smám saman í einn fyndnasta djók myndarinnar. Segir þó ekki mikið þar sem ég hló kannski á 15-20 mínútna fresti almennt. Og ég minni á að myndin er ekki nema 80-og-eitthvað mínútur.

En eins þreytandi leikstjóri og Levy er, þá virðist hann eiga fullt af frægum vinum. Ég hef sjaldan séð eins tilgangslausa samkomu af mörgum fínum nöfnum og hér. Fyrir utan Wahlberg fáum við þau Mark Ruffalo, James Franco, Milu Kunis, William Fichtner og Ray Liotta í smáhlutverkum. Gallinn er að enginn þeirra gerir neitt nema að sýna á sér andlitið, sem gerir nærveru þeirra voða fljótgleymda. Liotta hefur ábyggilega aldrei verið eins aðgerðarlaus. Fichtner sýndi reyndar smá lit. Ég fílaði hann.

Það sem algjörlega skemmir myndina fyrir mér er þessi forljóti digital-upptökustíll sem Levy notar. Ef ykkur fannst hreyfingin á myndatökunni í Public Enemies vera óþolandi, bíðið bara og sjáið hvað stíllinn hér nær að endast lengi án þess að fara í ykkar fínustu. Þessi myndataka setur ekki bara asnalegan svip á myndina heldur gerir hún hasarinn (svokallaða) mun leiðinlegri. Venjulega hjálpar það að dæla smá orku í senur sem innihalda eltingarleiki en hér er maður bara nær því að fá flogakast eða svima.

Date Night ein af þessum myndum sem fólk mun sjá alveg sama hvað maður segir. Það er þó skiljanlegt því skjáparið ætti að skapa áhuga og þar að auki virðast trailerarnir eiga auðvelt með að lokka fólk með því að sýna hvað atburðarás myndarinnar er flippuð. Að mínu mati er þetta samt dæmigerð stúdíó-gamanmynd sem gengur á handriti sem hefði rétt eins getað verið skrifað fyrir 20 árum síðan (þ.e.a.s. ef þið breytið aðeins plottinu með USB-kubbinn). Allan ferskleika vantar, og þó svo að aðalleikararnir leggi sig fram þá er nauðsyn að leikstjórinn geri það líka, sem hann hefur augljóslega ekki gert.

5/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

04.12.2013

Gadot verður Wonder Woman í Batman Vs. Superman

Warner Bros kvikmyndafyrirtækið og leikstjórinn Zack Snyder hafa ráðið leikkonuna Gal Gadot í hlutverk Ofurkonunnar, eða Wonder Woman, í myndinnni sem gengur undir vinnuheitinu Batman Vs. Superman, þar sem þeir Batman, ...

30.06.2013

Carell vill leika Bond-illmenni

Gamanleikarann Steve Carell dreymir um að leika illmennið í James Bond einn góðan veðurdag. Carell er þekktur fyrir grínhlutverk sín í The 40 Year Old Virgin, Date Night og fleiri myndum en hefur áhuga á að vend...

30.03.2013

Fey og Carell of vinsæl fyrir samstarf

Steve Carell og Tina Fey eru einhverjir vinsælustu gamanleikararnir í Hollywood nú um stundir, sem þýðir að þau eiga mjög annríkt bæði tvö. Nýbúið er að frumsýna nýjustu mynd Steve Carell, The Incredible Burt Wonde...

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn