Náðu í appið
Öllum leyfð

Roman Polanski: Wanted and Desired 2008

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 30. október 2009

99 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 85% Critics
The Movies database einkunn 78
/100

Hér er á ferðinni heimildarmynd um hið sögufræga mál þegar Roman Polanski var árið 1977 kærður fyrir að hafa mök við 13 ára stúlku og gefa henni eiturlyf. Ellefu mánuðum síðar flúði hann til Evrópu áður en dómur var kveðinn upp, eftir að hafa játað sök sína. Myndin rannsakar hvað gerðist á þessum ellefu mánuðum með áður ósýndu myndefni,... Lesa meira

Hér er á ferðinni heimildarmynd um hið sögufræga mál þegar Roman Polanski var árið 1977 kærður fyrir að hafa mök við 13 ára stúlku og gefa henni eiturlyf. Ellefu mánuðum síðar flúði hann til Evrópu áður en dómur var kveðinn upp, eftir að hafa játað sök sína. Myndin rannsakar hvað gerðist á þessum ellefu mánuðum með áður ósýndu myndefni, brotum úr myndum hans og nýjum viðtölum við flesta lykilaðila málsins, svo sem lögmennina og fórnarlambið, auk vini og félaga Polanski... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Frábær heimildarmynd um umdeildan snilling
Hin stórmerkilega saga Romans Polanski - eins áhugaverðasta leikstjóra kvikmyndasögunnar - er svo sannarlega efni í góða heimildarmynd. Aðaláherslan hérna er þó lögð á réttarhöldin og fáum við einungis að sjá brot af ævisögu hans. Engu að síður er fjallað nokkuð ýtarlega um merkustu kaflana í lífi mannsins, nema kannski Helförina. Polanski er að sjálfsögðu umdeildur, og það eru flestir sammála um að hann gerði eitthvað sem var vægast sagt rangt. Ég myndi aldrei koma til með að réttlæta það sem átti sér stað í húsinu hans Jack Nicholson (44 ára maður + dópuð 13 ára stelpa = eitt stórt NEI!!). Hins vegar verð ég að hafa pínulitla samúð með honum, enda hefur hann gengið í gegnum erfið tímabil, og í raun þurft að þola meira en nokkur maður ætti að gera. Mér finnst gott að hér sé varpað ljósi á það að það er miklu meira á bakvið málið en maður hefði haldið.

Þessi mynd, Wanted and Desired, er virkilega vel unnin og ljóst er að aðstandendur hennar hafi unnið heimavinnuna. Burtséð frá því að vera fræðandi þá flæðir hún mjög vel og tapaði aldrei áhuga mínum. Eins og ég tók fram er saga Romans rosalega merkileg, og hún líkist næstum því skáldskap. Hvernig þessi mynd nær líka að styðjast við einungis gömul myndbrot af honum án þess að missa dampinn er alveg glæsilegt. Það er eins og hann hafi átt einhvern þátt í framleiðslunni, sem hann gerði ekki. Það er ekki erfitt að skilja af hverju hann kemur lítið fram í viðtölum.

Sem kvikmyndaáhugamaður og aðdáandi leikstjórans er virkilega erfitt fyrir mig að hata hann eins og margir gera. Ég dýrka Chinatown og The Pianist og "óformlegi" hryllingsþríleikurinn hans (Repulsion, Rosemary's Baby og The Tenant) er einnig í sterku uppáhaldi. Fólk má segja það sem það vill um Polanski, en eins og kemur m.a. fram í þessari mynd, þá var hann mestmegnis bara óheppinn í (einka)lífinu. Ekki samt búast við því að þessi heimildarmynd sé einungis að fegra hann, því allar hliðar eru skoðaðar. Það er samt erfitt að snúast alfarið gegn honum þegar allar staðreyndir eru komnar á borðið, og alveg sama hversu pervertískur einn maður getur orðið þá er ekki réttlátt að dæma hann fyrir glæpi sem hann framdi ekki. Viðtalið við Samantha Geimer (nauðgunarfórnarlambið svokallaða) er einnig mjög athyglisvert.

Ég hvet áhugasama til að kynna sér þessa merkilegu og grípandi mynd. Þetta er örugglega ein ef ekki albesta heimildarmynd sem hefur komið út sem fókusar á umdeildan leikstjóra síðan Stanley Kubrick: A Life in the Pictures.

8/10

P.S. Gaman að heyra titillagið úr Rosemary's Baby notað í þessari mynd. Skemmtilega viðeigandi. Fæ líka alltaf hroll þegar ég heyri það.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn