Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Þessi mynd skipar sér án efa á meðal þeirra allra lélegusta kvikmynda sögunnar. Það gerist nákvælega ekkert í þessari mynd engin spenna, ekkert. Ömurlegt handrit og hræðilegur leikur. Það er ótrúlegt að svona myndir skulu vera gerðar. Hún er kannski hugsuð sem svefnlyf og er ætluð fólki sem á mjög erfitt með svefn. Þessa mynd á annars bara að brenna og hana á enginn lifandi vera að sjá. Nema hún sé hafa gaman að því að kvelja sjálfan sig! Þessi mynd er gubb.
Öðruvísi mynd sem er mitt á milli þess að vera spennutryllir og drama. Ewan McGregor leikur leyniþjónustumann sem er mjög einangraður frá umheiminum og á nánast eingöngu samskipti við aðra gegnum síma eða tölvur. Þegar hann er að sinna eftirliti dag einn sér hann glæpakvendi (Ashley Judd) og verður af einhverjum ástæðum gjörsamlega hugfanginn af henni. Hann tekur að elta hana og fylgist með hverju skrefi hennar en á gífurlega erfitt með að safnað kjarki til þess að eiga bein samskipti við hana þó hann þrái það meira en nokkuð annað. Eins og áður sagði er þetta talsvert öðruvísi mynd og í sjálfum sér ágæt tilbreyting frá sumarstórmyndunum. Að vissu leiti má jafnvel segja að hún sé súrrealísk. Áhorfendur hafa mikið (reyndar of mikið að mínu mati) frelsi til þess að túlka atburðarásina en á köflum getur verið erfitt að vera með á nótunum, söguþráðurinn virkar dálítið sundurtættur. Upplýsingar um bakgrunn persónanna eru litlar og því ekki auðvelt að skilja hegðun þeirra. Ashley Judd er góð í sínu hlutverki en Ewan McGregor hefur átt betri daga. Jason Priestley (Brandon úr 90210) kemur einnig fram í skondnu aukahlutverki. Þegar öllu er á botninn hvolft á ég erfitt með að gefa þessari mynd meðmæli, en hún má a.m.k. eiga það að hún er fersk og ófyrirsjáanleg.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Desintation Film Dist. Corp.
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
6. júlí 2000
VHS:
12. september 2000